Sumardagurinn fyrsti
Gleðilegt sumar! Í dag er 8 stiga hiti, skýjað og smá gola. Fyrsti sumargesturinn var PG og drakk hann kaffi með okkur og rabbað smástund. Við Pétur fórum með Jóa inn í RL. og Jói og Pétur lögðust þar í hvert rúmið á fætur öðru og Jói keypti svo eitt rúmið , það flottasta auðvitað en ekki fékk hann það afhent fyrr en á morgun því lagerinn var lokaður. Við settum sumarhúsgögnin út í gær , þvoðum þau og snurfussuðum. Karl er að lesa Brosmildi maðurinn eftir Henning Mankell enda er hann alltaf að hlæja upphátt svo okkur stendur ekki á sama.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home