Olla og Kalli

Hjólkoppur

miðvikudagur, júlí 13, 2005

"Saga sem er engin saga"

Í dag færði Stella Soffía sonardóttir mín mér BA ritgerðina sína. "Saga sem er engin saga" Um þöggun og kvenlega tjáningu í bókinni Eitt er það land eftir Halldóru B. Björnsson. Stella Soffía vitnar þar í Sidonie Smith sem hefur bent á að nærvera annarra í sjálfsævisögulegum skrifum sé að skrifa sig inn í hefð sem er mótuð af karlmönnum og festi sig þar og Susan Stanford Friedman að nærvera annarra í skrifum þaggaðra hópa t.d. kvenna sé mjög áberandii og kallar það hópsamsemd. Mér fannst þetta ansi fróðlegt að lesa ritgerðina enda þekkti ég Halldóru B. Björnsson og kynntist henni 1953 er við vorum saman á Heimsmóti æskunnar í Buckarest. Í dag byrjuðu Heyannir og Hundadagar svo eftilvill verður rigningartíð framundan. Það er sagt að flugvélar fari fullar af fólki á sólarströnd héðan frá Íslandi nú, en ég er ekki mikið fyrir sólböð vill heldur vera hér á landi og ferðast um landið. Gaman væri að fara einn hring helst á 4um dögum. Karl er slæmur í baki núna en vonandi nær hann sér fljótt. Júlían er að hjálpa systur sinni henni Móu og Arnari að pakka, hann er svo duglegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home