Olla og Kalli

Hjólkoppur

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Heimsóknir

Í dag hefur verið mikið að gera við að taka á móti gestum. Við vöknuðum kl. 8.00 í sól og blíðu.
Hjónin Erna frænka mín og Dave Smethurst sem búa í Edgerton, Huddersfield, W-Y, Englandi
eru stödd hérna á Íslandi ætla að heimsækja okkur í dag. Kl. 1200-14.00 Komu Petrína Rós og Júlían og sýndu okkur nýju skólatöskuna hans en skólinn byrjar 22. ágúst.
Þá komu Kristján R.K. og Stella Soffía J. og kvöddu okkur en þau eru að flytja til Kbh.
Við vorum einmitt boðin í veislu á föstud. 19.ág. s.l. er haldin var í tilefni af því að Kristján R.varð Doktor í stærðfræði og Stella Soffía bókmenntafræðingur. Kristján I.Leifsson og Margrét Björnsd. kona hans héldu rausnarlega veislu heima hjá sér þar sem vinir og vandamenn voru saman komnir.
Kristján R.K. gaf okkur Doktorsritgerðina sína, "Periodic Tachyons and Charged Black Holes" þau fóru um kl.15.00,
Þá komu Jóhannes og Ólöf og voru til kl. 16.00 og drukku kaffi og sögðu okkur frá 1/2 Maraþoni sem hann hljóp en það er 21. km, og 'olöf var í skemmtiskokkinu sem er 3 km.
kl. 17.30 komu Erna,Dave, Hugrún frænka og Níels maðurinn hennar og stoppuðu til 18.30. Það var mjög gaman að fá allt þetta fólk

1 Comments:

At mánudagur, ágúst 22, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að bloggið sé nú aftur orðið aðgengilegt okkur hinum!
Ólöf

 

Skrifa ummæli

<< Home