Olla og Kalli

Hjólkoppur

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Jólakort

Á árunum 1920-30 bjó á Brimilsvallatorfunni á Snæf.n.Agústínus faðir Daníels fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi og kennara í Ingimarsskólanum í RVK ásamt konu og börnum. Það var erfitt fyrir fátækt fólk og barnmargt að standa við afgjöldin af leigunni þegar veður voru válynd og ekki gaf á sjó. Það var svo rétt fyrir jólin að hann fékk bréf um uppsögn á hjáleigunni.
Á milli jóla og nýjárs hittir hann eiganda Torfunnar og segir þá við stórbóndann, "þakka þér fyrir jólakorið, helvítis, ára djöfullinn þinn.

1 Comments:

At fimmtudagur, desember 22, 2005, Blogger baldur said...

Þau eru greinilega ekki öll til fagnaðar jólakortin :-)

 

Skrifa ummæli

<< Home