Olla og Kalli

Hjólkoppur

laugardagur, nóvember 26, 2005

Skveðinn

Frá starfsárum KÁ hjá Olís 1951-1951-1961

Á þessum árum unnu milli 50-60 manns í Olíustöð BP í Laugarnesi. Og voru margir persónuleikar eftirminnanlegir, Skveðinn (Baldvin Sigurðsson) var einn af þeim. Hann hlaut þetta nafn af því að hann var að segja sögur um hina og þessa sem hann hafði unnið með og kallaði þá alla "skveða", sem varð til þess að nafnið festist við hann sjálfan.Við vinnufélagarnir, Kristinn Hermannsson og KÁ bifvélavirkjar hjá BP unnum alltaf frá 7.20 - 19.00 á kvöldin á bílaverkstæðinu og stundum lengur ásamt hinum starfsmönnunum þar, því ekki mátti flotinn stoppa, enda olía og bensín keyrð út um allt land og vegir ekki allt of góðir á þessum árum.
Skveðinn vann í Olístöðinni við olíumælingar og svartolíukyndistöðina.

Það æxslaðist svo til, þegar allir vorum farnir þá fórum við í vinnulok að þvo okkur í starfsmannaaðstöðunni þá skildi "Skveðinn" eftir vinnuskóna sína sem voru tréklossar á miðstöðvarofnunum og var þá að þurrka þá. Af þessu skapaðist hinn mesti óþefur sem endaði með því að við Kristinn tókum til okkar ráða, við tókum skóna af ofninum, hentum þeim út en það dugði ekki til, fljótlega voru þeir komnir á ofninn aftur svo við fylltum þá af mold, gróðursettum arfa í þá allt kom fyrir ekki , enn komu skórnir á ofninn, við fylltum þá af vatni og út með þá enn og enn komu þeir á ofninn og nú voru góð ráð dýr sem endaði með því að við fjarlægðum skóna fyrir fullt og allt og má segja að þá hafi verið þessum kafla í þessu stríð lokið.

2 Comments:

At mánudagur, nóvember 28, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er góð saga! Fyndið að fylla skóna af mold og arfa :-)

 
At sunnudagur, desember 04, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Já, hún er góð sagan af Skveðni!

 

Skrifa ummæli

<< Home