"Heyrðu mér"
Það var á þeim árum sem við Kristinn Hermannsson unnum á bílaverkstæði BP. í Lauganesi
um jólaleytið að upp kom sú umræða milli okkar er við vorum að ræða um jólaundirbúninginn að gaman væri ef við gætum smíðað sófaborð og einhverskonar innskotsborð með tekkplötu og járnlöppum en slík borð voru mjög í tísku um þær mundir en fokdýr miðað við okkar fjárhag.
Það verður því úr að við förum að vinna að þessu í fullri alvöru, ath með efni en það var ekki hlaupið að fá það, þegar til átti að taka var ekkert stál (öxulstál) að hafa. Nú voru góð ráð dýr, við settum hausinn í bleyti og það varð úr þar sem við vorum kunnugir Renniverkstæði Egils Vilhjálmssonar að við hringjum ti Egils og biðjum um öxulstál en það ber ekki árangur.
Við tökum þá það ráð að Kristinn hringir til Egils og líkir eftir okkar ágæta Þórði Guðbrands sem var þá yfir bíladeild BP og hafði mjög sérstæðan talanda og spyr eftir Grétari verkstjóra þar, hann kynnir sig ekki en hermir eftir rödd Þórðar, hann fær samband við Grétar og segir, "Sæll góði, heyrðu mér, geturðu ekki selt mér öxustál", Grétar verkstjóri bregst vel við og segir,"sendu bara eftir því",.Það verður úr að ég, Karl Árnason fer til Egils og fæ öxulstálið,enda með beiðni upp á vasann, sem við borguðum svo síðar, fer með öxulstálið upp á lager ti Óla Hjálmars og við viktuðum það í sameiningu og hann skrifaði það svo á okkur Kristinn.
Svo fórum við með það niður á verkstæði og smíðum lappirnar, 8 fyrir hvorn okkar.
Þá vitum við ekki fyrr til en Þórður kemur niður á verkstæð með bölvi og ragni, öskuillur og neistar af honum og segir"Hvar er helvítið hann Kalli" Okkur bregður við, svo ´spyr Þórður hvort Kalli hafi verið að ljúga öxulstál út á sig, Þórður heldur áfram og segir að Grétar hjá Egili hafi hringt og sagt, ég lét þig hafa öxulstálið , Þórður minn, eins og þú baðst um.
Kalli sagði, þetta er einhver misskilningur Þórður minn, við erum að kaupa öxulstál gegnum lagerinn.
Við Kristinn fórum svo suður í Kópavog og máluðum fæturnar í bílskúrnum hjá Simba fisksala, tengdapabba Kristins. Karl hafði talað við góðvin sinn Bolla A. Ólafsson húsgagnasmið og fékk hann til að smíða borðplöturnar. Við skrúfuðum svo borðin saman og fengum 2 borð hvor og gerðu borðin mikla lukku um jólin.
3 Comments:
Sterkur leikur, í orðsins fyllstu merkingu.
snild
snild kv julian
Skrifa ummæli
<< Home