Olla og Kalli

Hjólkoppur

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Reykingar

Þegar ég á unglingsárum mínum milli 1940-50 fóru sígarettureykingar mjög í vöxt, áður voru það aðallega karlmenn sem reyktu en eftir að landið var hernumið 10. maí 1940 virtist þetta snúast við, bæði var það að hermennirnir gáfu stúlkum sígarettur til að fá þær til fylgilags við sig og fólkið hafið meira fé milli handanna.
Er mér minnisstætt eftir að ameríkanarnir komu 6.júlí 1941 að það var algeng sjón niður á Lækjartorgi, þar var oft hópur hermanna er kveiktu sér í sígarettu, fleygðu þeim svo frá sér á Torgið svo að segja óreyktum að Íslendingarnir beygðu sig niður og tóku þær upp og héldu áfram að reykja þær og voru bæði ungir og gamlir sem þetta gerðu.
Sem betur fer bauð mér svo við þessu að ég ákvað að reykja aldrei sígarettu. Vafalaust hafa margir byrjað að reykja sína fyrstu sígarettu þarna á Lækjartorgi og orðið "þræla vanans".
Takið því aldrei fyrstu sígarettuna! KÁ
------
Var að taka saman jóladótið, þvoði 3 vélar og hengdi upp, þvoði gólfin, sendi P email og spilaði Megasukk. ÓPH
-----
Útkall hjá Evu, keypti 3 blekhylki fyrir hana og fór með það til hennar 2 klst, þau fengust ekki niður í miðbæ R. Birna hr. er að vinna í bókhaldinu KÁ

mánudagur, janúar 02, 2006

2006

Hringhenda
Inn með lónum leiftri slær,
lengra sjónum bendir:
gengur á sjónum glóey skær,
geislaprjónum hendir.

Fyrsti dagur ársins er liðinn með pompi og pragt. Við vöknuðum kl. 10.00 og höguðum okkur eins og Bóhem og völsuðum um á náttfötunum. Vorum búin að hringja í börnin og svo fórum við á "skype" og náðum samb. við Stellu og Baldur. hr. í Evu.
Hlustuðum á forsetann ÓRG, hann talaði um gamla fólkið og þann vanda sem það býr við, það voru orð í tíma töluð. Dyrabjallan hr um kl. 1400 og fyrstu gestirnir voru komnir á nýja árinu, það voru Jóhannes og Ólöf, við flýttum okkur í fötin og réttt stóð á endum þegar þau voru komin upp í lyftunni. Það var svo slegið í veislu, þau fengu kaffi og randalín, piparkökur og hafrakex. Þegar þau voru farin fór ég að vinna í tölvunni og setja gögn í hana svo fórum við KÁ að horfa á myndband til kl.00.30

Annar dagur í nýári.
Tók til m fyrir næstu þrjár vikur, KÁ skrapp út á Smáratorg eftir smá viðbót. Kl. 15.00 fórum við í eins árs afmæli hjá Ísold það var fjölmennt og fjörugt. Er heim var komið setti KÁ afganginn af kjötinu í tartalettur og svo var borðað af bestu lyst. BJ er á skype.bæ