Olla og Kalli

Hjólkoppur

mánudagur, janúar 02, 2006

2006

Hringhenda
Inn með lónum leiftri slær,
lengra sjónum bendir:
gengur á sjónum glóey skær,
geislaprjónum hendir.

Fyrsti dagur ársins er liðinn með pompi og pragt. Við vöknuðum kl. 10.00 og höguðum okkur eins og Bóhem og völsuðum um á náttfötunum. Vorum búin að hringja í börnin og svo fórum við á "skype" og náðum samb. við Stellu og Baldur. hr. í Evu.
Hlustuðum á forsetann ÓRG, hann talaði um gamla fólkið og þann vanda sem það býr við, það voru orð í tíma töluð. Dyrabjallan hr um kl. 1400 og fyrstu gestirnir voru komnir á nýja árinu, það voru Jóhannes og Ólöf, við flýttum okkur í fötin og réttt stóð á endum þegar þau voru komin upp í lyftunni. Það var svo slegið í veislu, þau fengu kaffi og randalín, piparkökur og hafrakex. Þegar þau voru farin fór ég að vinna í tölvunni og setja gögn í hana svo fórum við KÁ að horfa á myndband til kl.00.30

Annar dagur í nýári.
Tók til m fyrir næstu þrjár vikur, KÁ skrapp út á Smáratorg eftir smá viðbót. Kl. 15.00 fórum við í eins árs afmæli hjá Ísold það var fjölmennt og fjörugt. Er heim var komið setti KÁ afganginn af kjötinu í tartalettur og svo var borðað af bestu lyst. BJ er á skype.bæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home