Viðeyjarsund í Vatnagarða
Eftirfarandi atvik rifjaðist upp fyrir mér Karli Árnasyni f.2/5.1932 er ég horfði á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þá var nú öðruvísi að horfa yfir en nú.
Ég byrja ásamt föður mínum 1. maí 1951 að vinna hjá BP (Olíuverslun Íslands) var bílaverkstæði fyrirtækisins á Kambinum fyrir ofan Vatnagarðana, þetta svæði með byggingum hafði verið Birgðastöð Olíufélagsins Nafta áður en það sameinast BP.
Þessi staður var þá nánast upp í sveit, engar byggingar eða fólk nærri. Víkin og sandurinn freistaði manns óneitanlega í góðu veðri og við vinnufélagarnir Jóhann Ægir Egilsson f.3/7.1933
d.26/10.1969 fórum að stunda sjóböð og notuðum til þess hádegið. Þetta sumar var mjög sólríkt og gátum við stundað sjóböð allt þetta sumar.
Næsta vor 1952 héldum við uppteknum hætti með sjóböðin. Við vöndumst sjónum og æfðum okkur af kappi og eitt sinn stakk pabbi upp á því, "að gaman væri ef við syntum úr Viðey yfir í Vatnagarða". Pabbi hafði sjálfur stundað mikið sjóböð, bæði á sínum uppvaxtarárum við Breiðafjörð og svo eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá stundaði hann sjálfur sjóböð í Skerjafirði. Okkur leist vel á uppástunguna og fórum að æfa af enn meira kappi.
Það er ekki að orðlengja það, að það er stefnt að því að synda frá Viðey upp á steinbryggjuna í Vatnagörðum þegar við vinnufélagarnir værum allir mættir aftur eftir sumarfrí
Það er svo afráðið að synda frá Viðey á föstudegi eftir miðjan ágúst því þá unnum við skemur.
Síðan rennur dagurinn upp og eftir að vinnudeginum líkur er farið að búa sig til ferðar. Tekist hafði að útvega árabát og fórum við Ægir(eins og JÆE var kallaður) ásamt Árna Jóhannessyn föður mínum, Magnúsi Einarssyni, Þorvaldi Ragnarssyn(Sonny) og Leó(Lóa) Ólafssyni (en ég var í sérstöku uppáhaldi hjá honum). Þetta voru starfsmenn á Bílaverkstæði BP á þessum tíma.
Þeir fjórmenningarnir síðarnefndu réru bátnum út í Viðey, en þangað höfðum við ekki komið áður. Þar fórum við Ægir í sundskýlur og hófum sundið skammt austur af þar sem núna er bryggjan. En þeir fjórmenningarnir fylgdu okkur eftir í bátnum , þá var kl. 17.00, þá var stórstreymt, sundið sóttist nokkuð vel en við höfðum ekki hugleitt það áður hvað þetta var langt, það voru þó nokkrir straumar og sjórinn kaldari en við höfðum gert okkur í hugarlund af því að það var aðfall.
Við syntum í einni lotu, Ægir fékk sinadrátt í annan fótinn þegar við vorum meir en háfnaðir, en það leið frá sem betur fór og það var hart nær háflóð þegar við komum að landi við steinbryggjuna framan við flugskýlið sem Loftleiðir hófu sinn rekstur í með sínum sjóflugvélum og fyrirtækið Björgun hafð til umráða þegar þetta var.
Sundið tók yfir 2 klst. Við urðum að synda svolítið í sveig út af straumnum, má því ætla að sundið hafi verið 1300 - 1500 m.
Sem fyrr segir vorum við ekki smurðir fyrir sundið en þá drifu fjórmenningarnir okkur upp í verkstæðisaðstöðuna hjáBP og þar þurrkuðum við okkur en ekki var nein baðastaða og okkur var svo kalt að við gátum ekki einu sinni kastað af okkur vatni. Þeir gáfu okkur heitt að drekka og síðan hélt hver heim til sín.
Við héldum áfram þessum sjóböðum það sem eftir var sumars og í sept. 1952 syntum við Ægir frá Laugarnestöngum og kringum olíuskip í Olíuskipalægi BP við Laugarnes og aftur í land en þá fylgdi okkur enginn bátur og þóttu þessi sund þó nokkur afrek á þeim tíma.
En vorið 1953 flytur BP aðstöðu sína úr Vatnagörðum í Olíustöðina í Laugarnesi, lögðust þá af sjóböð okkar þar sem ekki var lengur tími í hádeginu.
4 Comments:
[B]NZBsRus.com[/B]
Lose Sluggish Downloads With NZB Files You Can Hastily Find Movies, PC Games, Music, Software and Download Them @ Flying Rates
[URL=http://www.nzbsrus.com][B]NZB Search[/B][/URL]
Predilection casinos? dale manifest this untested [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] divert and carry on competent in up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our untrained [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] orientate at http://freecasinogames2010.webs.com and make it in responsible means !
another sliver [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] purlieus is www.ttittancasino.com , during german gamblers, mindful of as a remainder well-wishing online casino bonus.
It isn't hard at all to start making money online in the underground world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat marketing[/URL], It's not a big surprise if you have no clue about blackhat marketing. Blackhat marketing uses alternative or little-understood methods to build an income online.
These loans absorb no paperwork or account so that borrowers affluence loan amount of £1,500 will not be acceptably to tide you over. [url=http://paydayloanscoolp.co.uk]pay day loans[/url] In catch of procedure, there is no need of paperwork or be left with $200 to last the next academic year after the loan has been paid back.
Skrifa ummæli
<< Home