Olla og Kalli

Hjólkoppur

fimmtudagur, október 19, 2006

Hringferð um landið

1. dagur 6.sept. 2006 mið.
Á fætur kl. 7.00, Þá var Pétur kominn á stjá.Við tókum sængurfötin af og viðruðum sængurnar. Settum hreint á rúmið og aðrar sængur og kodda því að við áttum von á gestum frá Svíþjóð sem ætluðu að gista og svæfu í okkar rúmi í nokkrar nætur á meðan við yrðum í burtu.Borðuðum morgunmat og tókum meðulin.
Við lögðum af stað í glampandi sól og blíðu 8º C á Grand Vitara UX-335, árgerð
2004 , sem gengur undir gælunafninu “Uxinn” km. stóð í 52376
Stoppuðum við Lyngásbæina,þar sem Pétur sonur okkar bjó með drengjunum sínum, þrem, Elía, Karli Ólafi og Pétri Smára. Þar var komið nýtt hús í veiðihúsastíl. og gnæfði Hekla þar tilsýndar tignarleg og fögur um 1500 m há.
Stoppuðum á kauptúninu Hellu sem er á eystri bakka Ytri Rangár og tókum út peniga í KBb. það ætlaði ekki að ganga fljótt því maðurinn sem var á undan okkur var mundi ekki pin nr. sitt og var lengi að hugsa sig um.Jóhannes sonur okkar hrigndi alveg hissa hvað við vorum komin langt.er við vorum í Vík í Mýrdal, þar bjó Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur í yfir 30 ár. Þar tókum við okkur bensín milli kl. 11.30 – 12.00 og áðum á Mýrdalssandi hringdum í Pétur.kl. 13.30 – 14.00 er við vorum að fara yfir Gígjukvíslarbrú hr. Petrína Rós dóttir okkar.Stoppuðum við Kvíárjökulskamba fengum okkur að drekka og tíndum ber en þar var krökt af berjum bæði krækiber og bláber.Við höfðum verið svo séð að hafa berjatínurnar hans Péturs með okkur.Stoppuðum lítið við Jökulsárlónið enda þoka og rigning.
Komum að Hala í Suðrsveit um kl. 14.30 , Þar er risið Þorbergssafn, sem er saga Suðursveitar heimur Þórbergs. Menning, atvinnuhættir, mannlíf
Við gáfum okkur góðan tíma að skoða safnið, enda þekktum við vel til Þórbergs.
Þar rákumst við á söngljóð eftir Jóhannes skáld úr Kötlum sem hann hafði ort til Þorbergs árið 1952 er þeir höfðu farið í Kynnisferð til Kína ásamt fleiri Íslendingum:
.
Þorbergur Þórðarson fór til Kína
og litlu ló
gaf hann Edduna fína
og heldur meira þó
nefnilega ástina sína
á Esperantó.

Það var hann Þórbergur Þórðarson
rauðhærði bingdátinn sá;
enga mellu í öllu Kína
hann rak sig á
fagurt er heima á Íslandi
og fleira sem þar má.

Við hittum Þorbjörgu Arnórsdóttur forstöðukonu safnsins og höfðum við pantað nærutgistingu þar á staðnum, okkur var vísað á Breiðabólsstað en þetta bæjarhverfi er bústaður Hrolllaugs landnámsmanns son Rögnvalds jarls á Mæri í Noregi.
Þorbjörg kom svo með bækurnar Nú, nú eftir Steinþór á Hala og Sögur úr Suðursveit eftir Þórberg. Öll herbergin eru með nöfn og nr. nefnd eftir sögum ÞÞ, okkar hét “Kvennaskáli nr. 7 herbergið skáhallt á móti okkur hét “Magáll”
Við gengum aðeins um nágrennið en fallegt minnismerki er um Þórberg og bræður hans Steinþór og Benedikt við þjóðveginn.
Við sváfum vel um nóttina eftir að hafa farið í bað og lesið Þórberg.og Steinþór.
2. dagur. 7.sept.fim.
Á fætur kl. 6.30 , það er súld og skýjað úti. Tókum meðulin og gengum frá farangrinum og fórum svo í velútilátinn morgunmat á Safninu en þar vinnur María Lovísa sænsk stúlka úr Smálöndum og er hún að vinna á vegumNorddjobb
Bleikjueldi er á Hala svo hægt er að fá sér góða máltíð.Við kvöddum svo þennan góða stað og héldum áfram.
Stoppuðum hjá styttu af Jóni Eiríkssyni konfersráði hjá Skálafelli en þar var svo hvasst að við flýttum okkur áfram. Keyptum bensín í Nesjahverfi og fórum gegnum Almennaskarðsgöngin þau eru 1300 m. og styttir leiðina mikið þá hittum við puttaling
á gangi sem veifaði okkur þá var grenjandi rigning”Povel frá Praha í Tékklandi”.Hann var klyfjaður stórum bakpoka með svefnpoka og tjald .Hann sagði okkur að hann væri
ellilífeyrisþegi og hefði unnið við tölvur .Hann var með okkur til Djúpavogs.
Fórum Fáskrúðsfjarðargöng sem eru 5.900 m. Stoppuðum á Reyðarfirði Leituðum að pósthúsi en það er staðsett í Landsbankanum, fengum þar góða þjónustu hjá góðlegri konu, keyptum kort og frímerki , sendum Kurt og Móu kort.Á leið frá Reiðarfirði til Eskifjarðar ókum við fram hjá þar sem verið er að reisa stærstu álverksmiðju í Evrópu þar voru tveir menn að stjórna umferðinni það virðist vera nóg um vinnukraft þar,
aðalega útlendingar.,
Komum til Eskifjarðar kl. 13.00 –km 53056.
Við fórum fyrst í kirkjugarðinn og litum á leiði mæðginanna
Halldóru Bjarnadóttur og Einars Sólbergs Axelssonar
sem við hjónin höfðum séð um að þau fengju að vera saman í dauðanum fyrst ekki fengu þau að vera saman í lífinu. Halldóra var vinnukona hjá hjónum sem bjuggu fyrst í RVK en fluttu svo til Eskifjarðar og börðu hana og misþyrmdu svo stórsá á henni,sveltu hana og ekki mátti hún hafa neitt samband við barnið sitt. Hálfum mánuði eftir að hún hvarf fannst líkið af henni í sjónum framan ytri Framkaupstaðarbryggju, og talið er að hún hafi verið látin þegar sjórinn var látinn taka við henni.Í maga hennar fundust leifar af ósoðnum saltfiski og hráum kartöflum.Eftir dauða Halldóru tók föðursystir mín, María Jónsdóttir að sér litla drenginn hennar Einar Sólberg sem ekki hafði fengið of gott atlæti þangað til.
Keyptum bensín í Essó skálanum hjá Guðmundi, 20 l.= kr. 2500, röbbuðum við hann smástund yfir kaffibolla og kom í ljós að við áttum sameiginlega vini..
Fórum til baka upp Fagradal á Egilsstaði og áðum í útskoti á leiðinni og nutum útsýnisins. Ókum gegnum Egilsstaði og niður að Geirólfsstöðum í Skriðdal til að líta á bæ þann er Vestur-íslenska skáldkonan Guðrúnar H. Finnsdóttur var fædd á
6.febr. 1884 á “Geirólfsstöðum”
Húsið er reisulegt 2 hæðir og ris og sáum við í gegnum kíki að 3 menn voru að einangra bæinn að utan.Guðrún var send á Kvennaskólann á Akureyri árið 1900 og kyntist þá mansefninu sínu Gísla Jónssyni prentara . Þau giftu sig og fluttu til Winnipeg um 1903. Guðrún skrifaði mikið í blöð og tímarit og flutti ræður á mannamótum, meðal annars á kirkjuþingi í Wynyard 1941 um Erasmus frá Rotterdam
sem var fæddur 28.okt. 1466 í Rotterdam í Hollandi sem hún segir að hafi verið talinn lærðasti maður aldarinnar í fornritum Suðurlanda og einn mesti lærdóms og hugsjónamaður endurreisnartímabilsins.Hún flutti líka erindi um ClaraBarton
í Winnipeg sem var fædd á jóladag. 1821 í Oxford Mass. Clara var kennari af guðs náð og eftir mikla erfiðleika og þrengingar var hún frumkvöðull að stofnun Rauða kross félagsins í Bandaríkjunum.Í júní 1881 var Ameríska Rauða kross félagið stofnað
og var Clara Barton fyrsti forseti þess.

Eftir Guðrún H Finnsdóttur liggja þrjár bækur:Hillingalönd, Dagshríðar spor og Ferðalok og einnig átti hún mikinn þátt í undirbúningi Minningarrits um íslenska hermenn í Canada. Gísli maður hennar gaf út eina ljóðabók árið 1919 “Farfugla”
Kl. 16.00 stoppuðum við hjá Jökulsá á Brú þar áðum við en brúin er 40 metrum ofar en vatnsborðið, áin er talin gruggugust ísenskra vatnsfalla.Á Skjöldólfsstöðum keyptum við bensín kr. @127.70 =kr. 3380. Stoppuðum af og til og hvíldum okkur í rigningu og sudda.Áðum á leiðinni og tókum fram svefnpokana og settum sætin niður í bílnum ókum út af veginum og sváfum smástund og nutum þess að vera út í guðsgrænni náttúrunni. Þá var km 53387

3. dagur 8.sept.fö.
Kl. 6.00 um morguninn lögðum við aftur af stað en fengum okkur snarl. áður, suddi og rigning. Ókum um Víkurskarð komum að Essó á Aurunum um kl. 7.00
Á Akureyri var km. 53422 Á þvoði bílinn og ÓPH fór á bensínstöðina fékk ókeypis bílastæðaklukku og kort af Akureyri og fékk að fara á snyrtingu.Ókum um Akureyri og skoðuðum húsin en þar sem við áttum ekki að fá orlofshús Sfk fyrr en eftir hádegi fórum við að Dalvík þá var kl. 9.00 en ekki búið að opna kaffistofuna
svo við ókum Árskógsand að ferjunni til Hríseyjar hún fór kl. 9.30 far fram og til baka kostar kr. 350 fyrir gamlingja eins og okkur. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar og ætluðum að fá okkur kaffisopa í Hrísey og spurðum stýrimanninn á ferjunni hvort það væri ekki hægt, hann var seinn til svars og sagði svo að hann vissi það ekki gerla væri að koma úr frí.En er ferjubáturinn Sæfari kom til Hríseyjar var búið að loka fyrir veturinn kaffihúsinu en í staðinn sáum við Rjúpurnar dansa í hópum á túnflötunum og það var nú sko aldeilis gaman. Við tókum næstu ferju til baka kl. 11.00 þá sá stýrimaðurinn aumur á okkur og færði okkur kaffi í bolla. Lögreglan flutti eina konu á sjúkrabörum út í ferjuna áður en báturinn fór frá bryggjunni, hún sagðist vera svo veik að sér finndist sem hún væri að deyja. Er við komum á fast land beið læknirinn á Dalvík þar að ég held.Eyjaskeggjar sem voru með í land tóku þátt í að tala við veiku konuna og sendu henni hlýjar kveðjur.
Á leiðinni til Akureyrar skoðuðum við risastór BYKO og Verslunarkeðju í Glerártorgi keyptum okkur þar kaffi í Kaffitorgi., fórum líka í Bónus
Eftir hádegið ath.við með Einilund 10b húsið var mannlaust svo við fórum og ókum að dyrunum og bárum farangurinn inn Þá kom þar gamall maður sem sagðist vera 84 ára og eiga heima í raðhúsalengjunni en þar eru 6 íbúðir. “Eruð þið langt að?.
spurði hann,Við erum að sunnan sögðum við,þá sagði gamli maðurinn, mikið er bíllinn hreinn. og við sögðum “Já, Akureyringar eru svo hreinlátir að við vildum semja okkur að þeirra siðum. Við fórum svo að ganga frá dótinu, búa um og elda og hafa það notalegt og sofnuðm kl. 23.00 þreytt og glöð með ferðina sem af var.

4.dagur 9.sept. lau. 9stiga hiti
Vöknuðum kl. 8.00 , sváfum vel í mjúku rúmi enda örmagna af þreytu eftir langt ferðalag. Nutum þess að fá okkur morgunmat og meðul. Úti var rigning og snjór í fjöllum og þoka. Lauga hr. kl. 11.00 Vorum heim og í náttsloppum , lásum bækur og horfðum á TV. m.a. Super Nova, Magni gerir það gott og hrífur áheyrendur með sér.
Rós hr. , Aðalheiður St. er komin aftur áBsp með magasár.Borðuðum pylsur og pylsubrauð og kartöflumús í kvöldmat.

5.dagur 10. sept. su. 10 stiga hiti
Vöknuðum kl. 9. fengum okkur morgunmat og meðul. KÁ er hálflasin svo við vorum ekkert að klæða okkur strax en gerðum okkur eitthvað til dundurs enda nóg af bókum og í TV.Í hádeginu borðuðum við fiskibollur og ætluðum að búa til karrísósu með en fundum ekki karríið sem við ætluðum að taka með að heiman svo tómatsósa kom í staðinn.Kl. 17.00 datt okkur í hug að fara í apótek fyrir KÁ en þá var búið að loka þeim af því það er sunnudagur, við fórum þá á Fjórðungssjúkrahúsið og fengum úrlausn okkar mála. Fórum að sofa kl. 22.30 og KÁ var farið að líða betur.

6.dagur 11. sept. má.13stiga hiti, smávindur
Á fætur kl. 9.00 , AB mjólk og gróft brauð með osti í morgunmat.
Kl. 10.30 leggjum við af stað til Dalvíkur að skoða Byggðasafnið Hvol Á Dalvík. Hittum Írisi Ólöfu safnvörð þar sem hleypti okkur inn en það var kominn vetrartími og aðeins opið frá 1. sept. á laugardögum frá 14.00 – 17.00. Þetta er Byggða-manna- og náttúrugripasafn á þrem hæðum . þaðeru 2 hæðir og ris og brattir tréstigar svo þetta er erfitt yfirferðar en reglulega skemmtilegt safn og merkilegt Þarna eru stofur helgaðar Jóhanni Péturssyni Svarfdæling sem var hæsti maður heims 234 cm á hæð og 163 cm kg. og notaði skó nr 62. og svo 3. forseta lýðveldisins frá 1968 – 1980 Kristjáni Eldjárn Það eru uppstoppuð dýr m.a. ísbjörn ,þurrkaðar plöntur og sýndir járðskjálftamælar frá jarðskjálftanum á Dalvík 1934 en hann var 6.4 á richter, einnig frásagnir frá fólki sem man þennan skjálfta., allskonar útskurður og útsaumur m.a.
teppi með fornsíslenskum saum og ýmis heimilistæki gömul og aflögð á þessari öld..
Komum við í Bónus á leiðinni heim,óph bakaði vöflur, las ljóðabækur en ká horfði á TV.Að sofa um kl.23.00

7. dagur 12. sept. þr. 10 stiga hiti , skýjað
Vöknuðum kl. 8.00, Ab mjólk og korn, Fengum okkur svo te og nýbakaðar vöflur svolítið seinna. KÁ er að hressast. Af stað kl. 13.00, tókum bensín á Leirum . Ekið upp að Safnhúsi á Svalbarðsströnd, en þá er verið að byggja við og endurbæta það og verður ekki opnað almenningi fyrr en 2007, sá eini sem tók vel á móti mér þar var hvítur hundur með uppspert eyru sem elti mig um hlaðið, mjög vingjarnlegur.
Ókum um Eyjafjarðarsveit. Að Grund komum við, söguríkasta höfuðbóli Eyjafjarðar
og ætluðum að fá að skoða kirkjuna við hittum þar gamla konu utan dyra en sú hafði engin lyklavöld sú með lyklavöldin hafði brugðið sér bæjarleið, aðrir heimamenn voru í fjósverkum. Í Hrafnagili er komið þorp í kringum skólana og mikið um nýbyggingar og uppgangur í stórum stíl.Ókum að jólahúsinu en það er 10 ára um þessar mundir að sögn Benedikts Grétarssonar jólasveins þar. þar eru um 80 listamenn í samstarfi og um 1500 fyrirtæki Um leið og maður kemur inn í húsið finnur maður jólailminn leggja á móti sér og heyrir jólatónlist þar er allt fullt af jólavörum á tveim hæðum og fyir utan er hægt að sitja út í garði og njóta þessarar jólastemmingar og litlu álfarnir sem standa vörð þar eru til mestu ánægju. Þar er líka óskabrunnur þar sem maður getur óskað ófæddum börnum góðs um leið og maður gárar yfirborðið.
Við óskuðum ófæddu barni dótturdóttur okkar alls góðs og keyptum jólaköttinn handa Pétri syni okkar sem verður ekki heima á jólunum.
Við enduðum svo þennan góða og sólríka dag í Veitingahúsi Friðriks V meistarakokki, sem leysti okkur út með gjöfum, mataruppskriftabók “Auðvelt úr þorski” Heim södd og ánægð og fórum að sofa kl.23.00

8. dagur 13. sept. mi. 10 stiga hiti, súld og þoka
Vöknuðum kl. 9.00 , morgunmatur og meðul.hlustuðum á útvarp og höfðum það notalegt. Eftir hádegi lögðum við af stað, fórum að Iðnaðarsafni Ak., það var lokað og læst Fórum þá í miðbæinn og gengum um göturnar en stilltum fyrst bílaklukkuna í bílnum á 2 klst., keyptum frímerki og kort okkur fanst vanta kort af Lystigarðinum í blóma.svo skoðuðum við í búðarglugga.
Gerðum tilraun til að finna hvar Jóhann Þórarinsd. skólasystir mín ætti heim en fundum ekki.Fórum í Lystigarð Ak. og gengum þar um, blómin eru farin að fölna og komnir haustlitir í garðinn. Ókum um og skoðuðum margar byggingar sáum Verkmenntaskólann sem Akureyringar mega vera stoltir af..
Er heim komhöfðum við þar huggulegt. Horfðum á DVD, Börnin í Ólátagerði e. Astrid Lindgren, Lucky numberSlevinn með Josh Hartnett, Lucy Liu, Bruce Willis.
horfðum svo á TV, kl. 22.00 byrjaði Rock Star : Supernova tónleikarnir , raunveruleikaþátturinn kl. 00.1 byrjaði úrslitaþátturinn og stóð til 02.00 Magni frá Íslandi og Toby frá melbourne í Australíu féllu út . P hr. og virtist sakna okkar að okkar eigi söng ha-ha . Að sofa kl. 02.30

9. dagur Krossmessa á hausti, 14. sept. fim. 18 stiga hiti sól og blíða.
Vöknuðum kl. 9.00 morgunmatur og meðul.. Fórum út í garð og nutum góðaveðursins, skrifuðum 8kort. töluðum við nágrannakonuna norðan megin við okkur .Hún sagði að í þessari 6 húsalengju væri ein gömul manneskja í hverri íbúð nema náttúrleg í Sfk. íbúðinni. Eftir hádegi fórum við í Glerártorgsverslunarmst
hittum þar Sigurð Skúlason skógarvörð í Vaglaskógi, gamlan Kópavogsbúa,settum kortin í póst, keyptum 2 jólagjafir og fórum í Nettó.
Leituðum svo að Gránufélagsgötu 37,þar sem J.Þ.býr það gekk illa að finna það nr. við fundum nr. 27 og þar næst 39 og 41 við hlupum upp og niður tröppur en Ýmist var fólk ekki heima eða að það var verið að gera húsin upp svo enginn ansaði loks gáfumst við upp og ókum yfir ein gatnamót en þá komu allt önnur nr, og á endanum á Gránufélagsgötunni fundum við nr. 37 þar sem Jóhanna átti heima en þá var hún ekki heima en í póstkassanum var póstur. Í fyrstu dró ég þá ályktun að hún væri á ferðalagi en datt svo í hug að leita að símanr. hennar og hringja í ´hana því að hún væri kannski á spítala en þá var hún stödd austur á landi í góðu yfirlæti hafði bara ætlað að vera eina viku en hafði lengt fríið um tvær vikur, þá var þungu fargi af mér létt.
Er við komum heim seinni partinn ,þvoðum við gólfin og þrifum íbúðina síðan
borðuðum við kjúkling Jói og Rós hr. bæði í okkur til að vita hvernig við hefðum það og skiluðu hveðjum frá Helgu Tr., Báru, Drífu og Sunnu. Horfðum á dvd : Emil í Kattholti e. Astrid Lindgren.og “Last Holidag Queen Latifah. og TV Að sofa kl. 22.30
10 dagur 15. sept. fö, 10 stiga hiti , sól og blíða
Vöknuðum kl. 7.00, eldhress enda á heimleið ídag.Fengum okkur te, spæld egg , ristað brauð og sitt lítið af hverju sem eftir var af matnum. Tókum sængurnar og viðruðum þær úti á sólpalli en þar er þessi fína verönd með sólhúsgögnum og útigrilli.
Við gengum síðan frá íbúðinni eins og vera ber og bárum dótið okkar út í bíl , þá kom elsti maðurinn í húsalengjunni til okkar og fór að tala við okkur. Hann er 92 ára en hugsar um sig sjálfur, eldar ofan í sig og þvær fötin sín. Við spurðum hann hvort það væri ekki erfitt að þvo, “O,nei “, sagði hann “maður hendir bara þvottinum inn í vélina” og svo fer hann líka út í búð að kaupa inn. Það er merkilegt hvað sumir eldast vel.Við kvöddum svo þennan gamla mann og héldum af stað áleiðis til höfuðstaðarins kl. 10.00 , þá var KÁ búinn að hlaða bílinn en ÓPH búin að henda ruslinu og ganga um húsið til að sjá um að allt væri í lagi.Við tókum bensín í Olís í Glerárgötu.
Kl. 11.00 vorum við í Skagafirði , þar var grenjandi rigning. Kl. 12.00 í Húnavatnssýslu, þar var súld og þoka. Kl. 13.45 áðum við á Holtavörðuheiðinni þar sem hún er hæst, þar var rigning, rok og þoka, þá hr. Pétur hress að vanda og vildi vita hvenær væri vona á okkur svo lærið yrði steikt er við kæmum heim.Kl. 15.00 vorum við í Borgarnesi og kl. 16.00 vorum við komin heim í Kópavog.Við ókum inní bílageymsluna og tókum farangurinn úr bílnum.Kaffi og hjónabandssæla beið okka í eldhúsinu. Pétur var að steikja kjötlærið og meðan við sögðum þeim Valeriyu ferðasöguna hristist allt af hlátri í íbúðinni og gleði yfir góðri ferð.