Olla og Kalli

Hjólkoppur

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Reykingar

Þegar ég á unglingsárum mínum milli 1940-50 fóru sígarettureykingar mjög í vöxt, áður voru það aðallega karlmenn sem reyktu en eftir að landið var hernumið 10. maí 1940 virtist þetta snúast við, bæði var það að hermennirnir gáfu stúlkum sígarettur til að fá þær til fylgilags við sig og fólkið hafið meira fé milli handanna.
Er mér minnisstætt eftir að ameríkanarnir komu 6.júlí 1941 að það var algeng sjón niður á Lækjartorgi, þar var oft hópur hermanna er kveiktu sér í sígarettu, fleygðu þeim svo frá sér á Torgið svo að segja óreyktum að Íslendingarnir beygðu sig niður og tóku þær upp og héldu áfram að reykja þær og voru bæði ungir og gamlir sem þetta gerðu.
Sem betur fer bauð mér svo við þessu að ég ákvað að reykja aldrei sígarettu. Vafalaust hafa margir byrjað að reykja sína fyrstu sígarettu þarna á Lækjartorgi og orðið "þræla vanans".
Takið því aldrei fyrstu sígarettuna! KÁ
------
Var að taka saman jóladótið, þvoði 3 vélar og hengdi upp, þvoði gólfin, sendi P email og spilaði Megasukk. ÓPH
-----
Útkall hjá Evu, keypti 3 blekhylki fyrir hana og fór með það til hennar 2 klst, þau fengust ekki niður í miðbæ R. Birna hr. er að vinna í bókhaldinu KÁ

2 Comments:

At miðvikudagur, janúar 04, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Ó þetta var svo fín hringhenda, og gaman að lesa Hjólkoppa!

 
At miðvikudagur, janúar 04, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

snild hja ykkur gaman a[ lesa s'i[una ykkar

 

Skrifa ummæli

<< Home