Olla og Kalli

Hjólkoppur

föstudagur, desember 23, 2005

Viðeyjarsund í Vatnagarða

Eftirfarandi atvik rifjaðist upp fyrir mér Karli Árnasyni f.2/5.1932 er ég horfði á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þá var nú öðruvísi að horfa yfir en nú.

Ég byrja ásamt föður mínum 1. maí 1951 að vinna hjá BP (Olíuverslun Íslands) var bílaverkstæði fyrirtækisins á Kambinum fyrir ofan Vatnagarðana, þetta svæði með byggingum hafði verið Birgðastöð Olíufélagsins Nafta áður en það sameinast BP.
Þessi staður var þá nánast upp í sveit, engar byggingar eða fólk nærri. Víkin og sandurinn freistaði manns óneitanlega í góðu veðri og við vinnufélagarnir Jóhann Ægir Egilsson f.3/7.1933
d.26/10.1969 fórum að stunda sjóböð og notuðum til þess hádegið. Þetta sumar var mjög sólríkt og gátum við stundað sjóböð allt þetta sumar.

Næsta vor 1952 héldum við uppteknum hætti með sjóböðin. Við vöndumst sjónum og æfðum okkur af kappi og eitt sinn stakk pabbi upp á því, "að gaman væri ef við syntum úr Viðey yfir í Vatnagarða". Pabbi hafði sjálfur stundað mikið sjóböð, bæði á sínum uppvaxtarárum við Breiðafjörð og svo eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá stundaði hann sjálfur sjóböð í Skerjafirði. Okkur leist vel á uppástunguna og fórum að æfa af enn meira kappi.

Það er ekki að orðlengja það, að það er stefnt að því að synda frá Viðey upp á steinbryggjuna í Vatnagörðum þegar við vinnufélagarnir værum allir mættir aftur eftir sumarfrí
Það er svo afráðið að synda frá Viðey á föstudegi eftir miðjan ágúst því þá unnum við skemur.
Síðan rennur dagurinn upp og eftir að vinnudeginum líkur er farið að búa sig til ferðar. Tekist hafði að útvega árabát og fórum við Ægir(eins og JÆE var kallaður) ásamt Árna Jóhannessyn föður mínum, Magnúsi Einarssyni, Þorvaldi Ragnarssyn(Sonny) og Leó(Lóa) Ólafssyni (en ég var í sérstöku uppáhaldi hjá honum). Þetta voru starfsmenn á Bílaverkstæði BP á þessum tíma.

Þeir fjórmenningarnir síðarnefndu réru bátnum út í Viðey, en þangað höfðum við ekki komið áður. Þar fórum við Ægir í sundskýlur og hófum sundið skammt austur af þar sem núna er bryggjan. En þeir fjórmenningarnir fylgdu okkur eftir í bátnum , þá var kl. 17.00, þá var stórstreymt, sundið sóttist nokkuð vel en við höfðum ekki hugleitt það áður hvað þetta var langt, það voru þó nokkrir straumar og sjórinn kaldari en við höfðum gert okkur í hugarlund af því að það var aðfall.

Við syntum í einni lotu, Ægir fékk sinadrátt í annan fótinn þegar við vorum meir en háfnaðir, en það leið frá sem betur fór og það var hart nær háflóð þegar við komum að landi við steinbryggjuna framan við flugskýlið sem Loftleiðir hófu sinn rekstur í með sínum sjóflugvélum og fyrirtækið Björgun hafð til umráða þegar þetta var.
Sundið tók yfir 2 klst. Við urðum að synda svolítið í sveig út af straumnum, má því ætla að sundið hafi verið 1300 - 1500 m.

Sem fyrr segir vorum við ekki smurðir fyrir sundið en þá drifu fjórmenningarnir okkur upp í verkstæðisaðstöðuna hjáBP og þar þurrkuðum við okkur en ekki var nein baðastaða og okkur var svo kalt að við gátum ekki einu sinni kastað af okkur vatni. Þeir gáfu okkur heitt að drekka og síðan hélt hver heim til sín.

Við héldum áfram þessum sjóböðum það sem eftir var sumars og í sept. 1952 syntum við Ægir frá Laugarnestöngum og kringum olíuskip í Olíuskipalægi BP við Laugarnes og aftur í land en þá fylgdi okkur enginn bátur og þóttu þessi sund þó nokkur afrek á þeim tíma.

En vorið 1953 flytur BP aðstöðu sína úr Vatnagörðum í Olíustöðina í Laugarnesi, lögðust þá af sjóböð okkar þar sem ekki var lengur tími í hádeginu.

Viðeyjarsund í Vatnagarða

Eftirfarandi atvik rifjaðist upp fyrir mér Karli Árnasyni f.2/5.1932 er ég horfði á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þá var nú öðruvísi að horfa yfir en nú.

Ég byrja ásamt föður mínum 1. maí 1951 að vinna hjá BP (Olíuverslun Íslands) var bílaverkstæði fyrirtækisins á Kambinum fyrir ofan Vatnagarðana, þetta svæði með byggingum hafði verið Birgðastöð Olíufélagsins Nafta áður en það sameinast BP.
Þessi staður var þá nánast upp í sveit, engar byggingar eða fólk nærri. Víkin og sandurinn freistaði manns óneitanlega í góðu veðri og við vinnufélagarnir Jóhann Ægir Egilsson f.3/7.1933
d.26/10.1969 fórum að stunda sjóböð og notuðum til þess hádegið. Þetta sumar var mjög sólríkt og gátum við stundað sjóböð allt þetta sumar.

Næsta vor 1952 héldum við uppteknum hætti með sjóböðin. Við vöndumst sjónum og æfðum okkur af kappi og eitt sinn stakk pabbi upp á því, "að gaman væri ef við syntum úr Viðey yfir í Vatnagarða". Pabbi hafði sjálfur stundað mikið sjóböð, bæði á sínum uppvaxtarárum við Breiðafjörð og svo eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá stundaði hann sjálfur sjóböð í Skerjafirði. Okkur leist vel á uppástunguna og fórum að æfa af enn meira kappi.

Það er ekki að orðlengja það, að það er stefnt að því að synda frá Viðey upp á steinbryggjuna í Vatnagörðum þegar við vinnufélagarnir værum allir mættir aftur eftir sumarfrí
Það er svo afráðið að synda frá Viðey á föstudegi eftir miðjan ágúst því þá unnum við skemur.
Síðan rennur dagurinn upp og eftir að vinnudeginum líkur er farið að búa sig til ferðar. Tekist hafði að útvega árabát og fórum við Ægir(eins og JÆE var kallaður) ásamt Árna Jóhannessyn föður mínum, Magnúsi Einarssyni, Þorvaldi Ragnarssyn(Sonny) og Leó(Lóa) Ólafssyni (en ég var í sérstöku uppáhaldi hjá honum). Þetta voru starfsmenn á Bílaverkstæði BP á þessum tíma.

Þeir fjórmenningarnir síðarnefndu réru bátnum út í Viðey, en þangað höfðum við ekki komið áður. Þar fórum við Ægir í sundskýlur og hófum sundið skammt austur af þar sem núna er bryggjan. En þeir fjórmenningarnir fylgdu okkur eftir í bátnum , þá var kl. 17.00, þá var stórstreymt, sundið sóttist nokkuð vel en við höfðum ekki hugleitt það áður hvað þetta var langt, það voru þó nokkrir straumar og sjórinn kaldari en við höfðum gert okkur í hugarlund af því að það var aðfall.

Við syntum í einni lotu, Ægir fékk sinadrátt í annan fótinn þegar við vorum meir en háfnaðir, en það leið frá sem betur fór og það var hart nær háflóð þegar við komum að landi við steinbryggjuna framan við flugskýlið sem Loftleiðir hófu sinn rekstur í með sínum sjóflugvélum og fyrirtækið Björgun hafð til umráða þegar þetta var.
Sundið tók yfir 2 klst. Við urðum að synda svolítið í sveig út af straumnum, má því ætla að sundið hafi verið 1300 - 1500 m.

Sem fyrr segir vorum við ekki smurðir fyrir sundið en þá drifu fjórmenningarnir okkur upp í verkstæðisaðstöðuna hjáBP og þar þurrkuðum við okkur en ekki var nein baðastaða og okkur var svo kalt að við gátum ekki einu sinni kastað af okkur vatni. Þeir gáfu okkur heitt að drekka og síðan hélt hver heim til sín.

Við héldum áfram þessum sjóböðum það sem eftir var sumars og í sept. 1952 syntum við Ægir frá Laugarnestöngum og kringum olíuskip í Olíuskipalægi BP við Laugarnes og aftur í land en þá fylgdi okkur enginn bátur og þóttu þessi sund þó nokkur afrek á þeim tíma.

En vorið 1953 flytur BP aðstöðu sína úr Vatnagörðum í Olíustöðina í Laugarnesi, lögðust þá af sjóböð okkar þar sem ekki var lengur tími í hádeginu.

föstudagur, desember 09, 2005

"Heyrðu mér"

Það var á þeim árum sem við Kristinn Hermannsson unnum á bílaverkstæði BP. í Lauganesi
um jólaleytið að upp kom sú umræða milli okkar er við vorum að ræða um jólaundirbúninginn að gaman væri ef við gætum smíðað sófaborð og einhverskonar innskotsborð með tekkplötu og járnlöppum en slík borð voru mjög í tísku um þær mundir en fokdýr miðað við okkar fjárhag.
Það verður því úr að við förum að vinna að þessu í fullri alvöru, ath með efni en það var ekki hlaupið að fá það, þegar til átti að taka var ekkert stál (öxulstál) að hafa. Nú voru góð ráð dýr, við settum hausinn í bleyti og það varð úr þar sem við vorum kunnugir Renniverkstæði Egils Vilhjálmssonar að við hringjum ti Egils og biðjum um öxulstál en það ber ekki árangur.
Við tökum þá það ráð að Kristinn hringir til Egils og líkir eftir okkar ágæta Þórði Guðbrands sem var þá yfir bíladeild BP og hafði mjög sérstæðan talanda og spyr eftir Grétari verkstjóra þar, hann kynnir sig ekki en hermir eftir rödd Þórðar, hann fær samband við Grétar og segir, "Sæll góði, heyrðu mér, geturðu ekki selt mér öxustál", Grétar verkstjóri bregst vel við og segir,"sendu bara eftir því",.Það verður úr að ég, Karl Árnason fer til Egils og fæ öxulstálið,enda með beiðni upp á vasann, sem við borguðum svo síðar, fer með öxulstálið upp á lager ti Óla Hjálmars og við viktuðum það í sameiningu og hann skrifaði það svo á okkur Kristinn.
Svo fórum við með það niður á verkstæði og smíðum lappirnar, 8 fyrir hvorn okkar.
Þá vitum við ekki fyrr til en Þórður kemur niður á verkstæð með bölvi og ragni, öskuillur og neistar af honum og segir"Hvar er helvítið hann Kalli" Okkur bregður við, svo ´spyr Þórður hvort Kalli hafi verið að ljúga öxulstál út á sig, Þórður heldur áfram og segir að Grétar hjá Egili hafi hringt og sagt, ég lét þig hafa öxulstálið , Þórður minn, eins og þú baðst um.
Kalli sagði, þetta er einhver misskilningur Þórður minn, við erum að kaupa öxulstál gegnum lagerinn.
Við Kristinn fórum svo suður í Kópavog og máluðum fæturnar í bílskúrnum hjá Simba fisksala, tengdapabba Kristins. Karl hafði talað við góðvin sinn Bolla A. Ólafsson húsgagnasmið og fékk hann til að smíða borðplöturnar. Við skrúfuðum svo borðin saman og fengum 2 borð hvor og gerðu borðin mikla lukku um jólin.