Olla og Kalli

Hjólkoppur

sunnudagur, apríl 24, 2005

Sólskinsdagur

Í dag var mjög gott veður. Við tókum teppin af gólfunum og stólana og bárum þetta út og þvoðum með teppasápu og ryksuguðum í gríð og erg. Svo fóru Kárl og Pétur í að búa til nytjalistaverk úr gömlu gasgrilli sem var búið að syngja sitt síðast vers. Karl talaði við manninn í Hlíð og þar var allt í góðu og gekk upp eins og Jói sagði enda er Jói ráðagóður með afbrigðum. Við Karl fórum og gáfum Unni tölvuna okkar gömlu, skruppum síðan til Gum.Ósk.og heilsuðum upp á hann. Pétur skóf gamla málningu af húsinu og ætlar að mála það við tækifæri. Svo fóru Pétur og Valeriya í Kolaportið og Bónus og bjuggu til heljarinnar veislu handa okkur öllum.Rós hringdi og sagði okkar ýmsar fréttir.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar! Í dag er 8 stiga hiti, skýjað og smá gola. Fyrsti sumargesturinn var PG og drakk hann kaffi með okkur og rabbað smástund. Við Pétur fórum með Jóa inn í RL. og Jói og Pétur lögðust þar í hvert rúmið á fætur öðru og Jói keypti svo eitt rúmið , það flottasta auðvitað en ekki fékk hann það afhent fyrr en á morgun því lagerinn var lokaður. Við settum sumarhúsgögnin út í gær , þvoðum þau og snurfussuðum. Karl er að lesa Brosmildi maðurinn eftir Henning Mankell enda er hann alltaf að hlæja upphátt svo okkur stendur ekki á sama.

laugardagur, apríl 09, 2005

Seinni heimsstyrjöldin

Í dag er verið að sýna í Bæjarbíó seinni hlutann af myndinni um seinni heimsstyrjöldina.Sumir hér á heimilinu ætla að sjá hana. Það er rigning og 3ja stiga hiti og í kvöld verður matarveisla vegna þess að örverpið á bráðum afmæli. Það var gaman að heyra frá SS&KK og að allt gekk vel.

föstudagur, apríl 01, 2005


Karl, Baldur Pétur Stella Soffía


Til lykke med 14. maj!


Synirnir í góðum félagsskap í París

Aprílgabb

Í dag er fyrsti apríl og mér tókst að láta báða strákana mína hlaupa apríl. Karl klæddi sig í fyrsta skipti síðan hann varð veikur 11. mars. Við fengum heimskóknir, fyrst kom Baldur og spurði hvort við þyrtum ekki að fara eitthvað svo við þáðum að fara í verslunarleiðangur með honum í Smáratorg, svo kom Rós með fullt af fiskibollum og síðan Stella Soffía og Kristján nokkru seinna
svo þetta varð allsherja fiskibolluveisla.