Sólskinsdagur
Í dag var mjög gott veður. Við tókum teppin af gólfunum og stólana og bárum þetta út og þvoðum með teppasápu og ryksuguðum í gríð og erg. Svo fóru Kárl og Pétur í að búa til nytjalistaverk úr gömlu gasgrilli sem var búið að syngja sitt síðast vers. Karl talaði við manninn í Hlíð og þar var allt í góðu og gekk upp eins og Jói sagði enda er Jói ráðagóður með afbrigðum. Við Karl fórum og gáfum Unni tölvuna okkar gömlu, skruppum síðan til Gum.Ósk.og heilsuðum upp á hann. Pétur skóf gamla málningu af húsinu og ætlar að mála það við tækifæri. Svo fóru Pétur og Valeriya í Kolaportið og Bónus og bjuggu til heljarinnar veislu handa okkur öllum.Rós hringdi og sagði okkar ýmsar fréttir.