Olla og Kalli

Hjólkoppur

föstudagur, apríl 10, 2009

Flatey á Breiðafirði

Flatey á Breiðafirði
Þar sem Þrándur mjóbeinn nam fyrstur land.
Föstudaginn 6. júlí 1984 fór ég ein í tjaldferð út í Flatey heimanað frá heimili mínu í Kópavogi. Mig hafði lengi langað þangað vegna þess að bræður mínir, Pétur og Hugi
höfðu verið þar í vinnumennsku á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina og ég hafði heyrt margar sögur þaðan, engan fékk ég samt með mér úr fjölskyldunni.
Gott var veður og Karl maðurinn minn og Pétur sonur minn óku mér niður á Umferðamiðstöð. Rútan fór kl. 9.00 um morguninn til Stykkishólms. Ferðin gekk vel, ég sat við hliðina á danskri stúlku, talmeinafr fyrir börn, hún var að fara á hestamannamót á Kaldármelum. Það var stoppað í Borgarnesi, þar keypti ég mér vinnuvettlinga, um kl.13.30 var komið í Stykkishólm en áður hafði verið stoppað á Vegamótum. Það var ekið beint niður á bryggju í Stykkishólmi þar sem ferjan Baldur lá við landfestar. Þar byrjaði bílstjórinn að taka dótið út úr rútunni en skildi mitt eftir af því að ég hafði ekki sagt honum að ég ætlaði með “Baldri”, aðeins í Stykkishólm. Ég fór svo til hans og bað um dótið.
Í ferjunni hitti ég Þóru Elfu Björnsson og Gísla manninn hennar en þau voru að fara yfir Breiðafjörð með bíl og ætluðu að aka til Bíldudals og heimsækja dóttur sína Helgu sem býr þar ásamt syni sínum Hirti og svo er sonur þeirra Jósep hjá Helgu í sumar. áður var ég búin að hitta í rútunni á leið í Stykkishólm, konu að nafni Valgerði Pétursdóttur er vann hjá Orkustofnun er ég var hjá Rarik og var hún með Sjöfn vinkonu sinni ásamt tveim 8 ára drengjum, syni sínum Sigurði Jósúasyni og Jóni Þór systursyni sínum.Þær voru á leiðinni í Ráðagerði, sumarhús Stjórnarráðsins í Flatey.
Ferjan Baldur lagði af stað upp úr kl.14.00 og gekk ferðin vel. Á Bryggjunni í Flatey beið hellingur af fólki eftir okkur. Þar var mér vísað á konu er Ólína heitir (frá Hvallátrum), hún vísaði mér á tjaldstæði rétt upp frá bryggjunni hjá fiskitrönunum og bauð mér að taka vatn í plastbrúsa sem ég hafði meðferðis, hjá sér. Hún hjálpaði mér með dótið, hélt á svefnpokanum og tjaldhimninum. Ég tjaldaði svo og gat með naumindum sett tjaldhimininn yfir og auðvitað ruglaðist ég í áttunum. Kalli var búinn að segja, ekki snúa tjalddyrunum í norður. En það var einmitt það sem ég gerði. Síðan fékk ég mér að borða og lagðist út af, þá var ég orðin dauðþreytt.

7. júlí laugardagur. Vaknaði eftir stormasama nótt. Ég var alltaf að athuga tjaldið um nóttina, hélt að það myndi hrynja yfir mig, þá og þegar. Fór á kamarinn og fékk mér að borða í tjaldinu, lá svo í hálfgerðu móki, var með höfuðverk og máttleysi. Reyndi samt að lesa Laxdælu, sem ég hafði með mér. Það var þurrt veður og sól, um +14°C.
“Guðmundur Scheving kom til Flateyjar 1814 eftir að hafa farið til Kbh. og keypt helming af Flateyjarversluninniog gerðist kaupmaður eftir að hafa misst sýslumannsembættið í Barðastrandasýslu er hann sór Jörundi Hundadagakonungi hollustu sína. Guðmundur lét hlaða mikinn grjótgarð 280 feta langan og loka þannig
Grýlugarði svo skipum hans var óhætt fyrir sjó og vindi er Silfurgarður nefndist
vegna þess að Guðmundur greiddin verklaunin í skíra silfri.Guðmundur var líka með stórbú á ættaróðali sínu Haga á Barðaströnd og flutti meðal annars inn spænska hrúta og ær til kynbóta”.

8. júlí sunnudagur. Vaknaði kl. 9.00 eftir stormasama nótt, svaf lítið, var alltaf að athuga tjaldhælana. Fór útí þorp, hitti Pál Magnússon 14. ára dreng sem er kúasmali hér í sumar en hann er sonur Magnúsar Bjarnfreðssonar útvarps,sjónvarps og blaðamanns og skilaði ég kveðju til hans.Fór og tók mynd af Strýtu, ættaróðali er
Gestur Gestsson skólastjóri átti faðir Heiðar teiknikennara og kunningja konu minnar. Fékk mér kaffi, pönnuköku, kleinu, jólaköku og tertu fyrir kr.125. í kaffistofunni hér. Fór í símaklefann s, talaði við Pétur son minn,Karl var á fundi, hringdi í Heiði og sagði henni að ég væri búin að taka mynd af ættarhúsinu þeirra sem ég ætlaði að gefa henni. Gekk út á bryggju, hitti oddvitann Hafstein að nafni og annan mann, sem er hér á sumrin til afleysinga. og spjallaði við þá um heima og geima.
Fór heim í tjald, þá var kl. 12.30. Tók niður tjaldið og færði það á betri stað og lét það snúa í austur- vestur eins og Kalli sagði mér að gera en pakkaði tjaldhimninum saman. Fór í kirkuna kl. 15.00, þar messaði séra Gísli Kolbeins og síðan var gifting, þau Sigurjón Magnús Valdimarsson,ritstjóri, gamall skólabróðir minn og Dóra Jóna Gissuradóttir gengu í það heilaga með pompi og pragt.
Að lokinni giftingu gekk ég með Björgu Þórðardóttur sem er með kaffistofuna í Flatey og fékk mér molasopa hjá henni, hann kostaði kr.25. Hringdi svo í Karl. Síðan fór ég heim í tjaldið og fékk mér að borða og fór svo í göngutúr í +14°C og glampandi sól. Þar sá ég elstu og minnstu bókhlöðu landsins sem stofnuð var 1862 af hjóninum Ólafi Sívertsen og Jóhönnu Friðriku Eyjólfsdóttur . Fór í Ráðagerði í heimsókn til Valgerðar Mér var boðið upp á kaffi og rauðvín, við röbbuðum svo saman til kl. 22.00, þá fór ég heim í tjald.

9. júlí mánudagur. Vaknaði kl. 9.00 í glampandi sól og blíðu. Það er yndislegt veður, ég fæ mér að drekka, geng um, les Laxdælu og rölti svo niður á bryggju um kl.10.30, Baldur kemur og flytur fólk fram og til baka yfir Breiðafjörðinn með viðkomu í Flatey. Ég hitti Eddu Úlfsdóttur og Hallbjörn manninn hennar (en Edda vann með mér í Fiskiðjuverinu 1951 Þau eiga Bentshús hér sem smíðað var árið 1871. Hulda systir mín hafði verið í vist hjá foreldrum hennar á Ljósafossi.við Sogið Þau buðu mér heim og í kaffi og við drukkum úti eftir að vera búin að skoða efri hæðina í húsinu, en þau eiga hana. Þau eru að fara með Baldri seinni partinn í dag, síðan fór ég heim og í leiðinni hitti ég Sjöfn og lofaði henni að horfa í kíki sem ég var með.Er heim var komið lagðist ég úti fyrir tjaldinu, las Laxdælu og lét sólina skína á mig..Kl 15.00-16.00 fer ég niður á bryggju að kveðja fólkið sem er að fara með Baldri, þar á meðal Sjöfn, síðan er ég samferða Valgerði og strákunum hennar út í þorp, ég býð strákunum coca cola og súkkulaði en Valgerði upp á molakaffi við förum í skoðunar ferð um þorpið og göngum svo heim og ég held áfram að lesa Laxdælu og fæ mér svo mikið að borða að ég er að springa núna kl.22.00 og enn er glampandi sól og +14°C

10. júlí þriðjudagur. Vaknaði kl. 3.00 að morgni í sól og blíðu, fór að lesa bókina “Síðasta skip suður” eftir Jökul Jakobsson og Baltasar. Lauk bókinni í morgunsárið, svaf síðan til kl. 10.00 f.h. Fór niður á bryggju en gekk svo með sjónum inn í Grýluvog og að Silfurgarði og inn að Vogi, þar hitti ég Björgu Þórðardóttur og keypti kaffi hjá henni og fékk tvær kleinur í kaupbæti Síðan gekk ég fjöruna til baka frá kirkjunni eftir að vera búin að leita að Blágrýtissteininum merkilega en það er klappaður í hann bolli sem munkarnir heltu í vígðu vatni og signdu sig upp úr því áður en þeir gengu til vinnu sinnar. Þar er ryðgað bárujárnshús sem heitir Klausturhólar, þar undir stóð Klaustrið. Í þetta skipti lenti ég í miklu fuglageri.. Ég gekk svo heim og kom í tjaldstað og fékk mér í svanginn. Fór niður á bryggju um kl.16.00 og fylgdist með Baldri koma og fara, gekk með Valgerði heim til hennar, hún bauð mér kaffi og við röbbuðum saman. Strákarnir hömuðust í einhverjum leik, það er meira fjörið í þessum börnum. Allt í einu sáum við Valgerður út um eldhúsgluggann að Helicopter kom og lét mann út hjá kirkjunni, hann gekk svo fram hjá Ráðagerði og sáum við að þetta var ungur maður, grannur og dökkhærður. Ég fór svo heim í tjald, þá hitti ég hann. Hann var búinn að tjalda rétt hjá mér. Hann heitir Philipp og er þýskur leiklistarnemi. Ég gekk með honum um Flatey og fékk Valgerði með okkur.
Við Philipp gengum svo heim í tjaldstæðið, þá var farið að rigna svo ég fór inní tjald um kl.19.00, fór að lesa og svo að sofa.

11. júlí miðvikudagur. Vaknaði um kl.9.00 eftir rigningarsama nótt, Fékk mér að borða. Fór niður á bryggju, hitti þar Eðvarð og Valdimar lögreglumenn úr Kópavogi og eru þeir hér að veiða fisk, ætluðu reyndar að veiða lúðu í dag. Valdimar er bróðir Ólínu, konu Hafsteins oddvita hér í Flatey og halda þeir til í Læknishúsinu. Við Philipp gengum saman um eyjuna, fundum “Blágrýtissteininn”og ég bauð honum í kaffi í Kaffistofunni.. Gengum fram hjá Valgerði kl.12.30, hún sagði okkur að hún væri að fara heim í dag og bauð okkur upp á rauðvín. Hún var að vandræðast yfir því hvað henni gengi illa að brenna ruslið, hún þyrði það varla, svo ég sagði henni að biðja Philipp, hann tók strax vel í það. Hún bað okkur þá að koma kl.14.30 að brenna ruslið. Ég hitti bresk hjón er voru með Baldri og komu frá Írlandi , þau stoppuðu í fjórar klukkust. hér, ég gekk með þeim og sýndi þeim kirkjuna m.a., þar eru myndir eftir Baltasar og altaristafla eftir Anker Lund er hann málaði árið 1885. Fór niðu á bryggju, hjálpaði Valgerði með dótið, hún keyrði það í hjólbörum . Gekk austur í þorp með fólkinu, heimsótti Sigríði Bogadóttur, hún býr í Vertshúsinu ásamt systursyni sínum, hún gaf mér kaffi. Þar var kona hjá henni í heimsókn, Sigurbjörg að nafni.. Stoppaði stutt. Fór heim í tjald, hvíldi mig. Það er rigning af og til og allt blautt úti, +12°C . Ég ætla ekki að fara út úr tjaldinu í nótt nema ef nauðsyn krefur.
12.júlí fimmtudagur. “Flateyjarbók er kennd við eyna þar sem hún var varðveitt um hríð. Jón Hákonarson bóndi í Víðidalstungu i Húnavatnssýslu lét rita hana um 1400 og er þetta merkilegasta skinnbók sem er varðveitt. Það þurfti um 113 kálfskinn og var hún búin að vera í sömu ætt um 320 ár. Jón bónd Finnsson eigandi hennar bjó stórbúi í Flatey. Um krossmessu 1647 kemur Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbyskup í visitasíu til Flateyjar þar sem hann messar og er honum haldin vegleg veisla af Jóni bónda Finnssyni. Jón lék við hvern sinn fingur en Brynjólfur var nokkuð ókyrr oga út á þekju eftir því sem líða fór á kvöldið. Þar kom að meistari Brynjólfur bað Jón bónda að selja sér Flateyjarbók og bauð honum silfur og gull og sagði að Friðrik konungur III hefði skrifað sér og beðið sig að útvega sér skinnbækur frá Íslandi. Jón bóndi varð fár við og svaraði engu og sló þögn á mannskapinn en Jón bóndi gerði ekki annað en fylla á ný í staupin og taka upp léttara hjal. Að lokum lét Brynjólfur ljúka upp kistu sinn og tók þar upp “klaret”, kvaðst Brynjólfur þær dýru veigar frá kaupmönnum af Eyrarbakka. Jón bóndi hýrnaði nú heldur og drukku þeir vel sem eftir lifði nætur. En er morgnaði fylgdi Jón bóndi byskupi til skips, en sveinar hans studdu hann. Jón brá sér í stofu snöggvast áður en hann fór. Í vörinni föðmuðust þeir og Brynjólfur klöngraðist um borð. Þá rétti Jón Finnsson fram ættargrip sinn og bað biskup að þiggja að gjöf. Biskup gaf svo Friðriki konungi III bókina árið 1656”.
“Það var 250 árum síðar að Bandaríkjastjórn bað Dani um að Flateyjarbók mætti vera á heimssýningunni miklu í Chicago vegna þess að hvergi nema á þeirri bók var skráð aðalfrásagan af fundi og könnun Vínlands á skinni og buðust til að senda beitiskip til Kbh eftir bókinni og tvær korvettur mundu fylgja, síðan flytja hana í sérstakri járnbrautarlest frá New York til Chicago, vopnaður flokkur hermanna skyldi standa vörð um bókina dag og nótt en Danir töldu sig ekki geta orðið við bóninni”.
Í dag er ég að leggja af stað heim. Fer með “Baldri”fyrstu ferð dagsins, gleymdi vatnsbrúsanum í ferjunni svo ég á líkast til eftir að koma aftur á þessar slóðir. Fór með rútu til Rvk. Þar beið Karl eftir mér á Umferðamiðstöðinni sem betur fer enda ég orðin þreytt eftir volkið. .
p.s. varðandi heimildir, stuðst við “Síðasta skip suður”,bók Jökuls Jakobssonar
og “Landið þitt Ísland 1. bindi. e. Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson.

laugardagur, mars 28, 2009

Sönglög Aðalheiðar Kristinsdóttur

Sönglög Aðalheiðar Kristinsdóttur,
textahöfundar auk hennar: Ásgrímur Kristinsson og Kristinn Bjarnason
Hljóðritað haustið 2003. Raddsetning: Bjarni Valtýr Guðjónsson
Bjarni Valtýr Guðjónsson spilar fimm síðustu lögin frá 10 - 14
Ólöf P. Hraunfjörð tók lögin saman.

1 Heim í dalinn Sigurður Sigurðsson syngur, texti:A.Kr

Ég lít í anda lundinn vors og blóma
ég leita ennþá heim í dalinn minn.
Ár og læki, foss og flúðir óma
ég finn þar rætist bernskudraumurinn.

Sé túnin græn um byggðina og ból
baðminn fjalla rísa móti sól.
Byrkilyngið brosir þar í mó
ber að vitum ilm sem gefur ró.

Ég heyri niðinn lækjar létt við eyra
og ljúfa óminn himingeimnum frá.
Ef vel ég leita finn ég kannski fleira
sem færir gleði í minninganna þrá.

2 Endurskin Harpa Hallgrímsdóttir syngur, texti:A.Kr

Þar sem endurskin æskunnar lýsir
um óralangt draumanna svið
á ég perlur og purpura í sjóði
prýða kringum mig dásemd og frið
laut í móa og lækurinn tæri
laugar sál mína fróandi mið
eyrarrósin og angandi lyngið
ótal minjar að una sér við.

3 Lítill óður Hallgrímur V.Árnason syngur texti:A.Kr

Einn lítinn óð um lítið ævintýr
er lifir enn við dýpsta hjartans vé.
Og rósin fagra enn við barminn býr
sem breiddi sig á veginn er ég sté.
Það bjarmar enn um æsku minnar eld
endurspeglar það sem liðið er.
En vinir góðir, veitið mér í kveld
varmann sem að lífið tók frá mér.

4 Er sólin á vordegi vermdi, Hallgrímur V. Árnason syngur, texti:AKr.

Er sólin á vordegi vermdi
og vangann strauk blærinn svo þýtt
frá unaðar æskunnar minning
um árdaga sér það svo vítt.
Ef aldurinn æskuna geymir
sem allt var þá fagurt og bjart,
við breiðum á broddana lífssins
blómanna fegursta skart.

5 Manstu vina, Ingimar Halldórsson syngur, texti:Kr.Bj

Manstu vina er sól var að síga
út við sjónhring og kvöldið var blítt,
er við settumst í laufgræna lautu
rétt við lækinn er ómaði þýtt.
Og við tengdum þar hendur og hjörtu
meðan húmið á jörðina seig
og ég man ennþá brosin þín björtu,
hvernig barmurinn lyftist og hneig.

6 Brekkan , Ingimar Halldórsson syngur, texti:A.Kr.

Ó, hvað ég sakna þín brekkan mín blá
af berjum ég sat og las
hugur minn fylltist heitri þrá
er heyrði ég hið kliðandi mas
lækjarins tæra er leið það um eyrar
á leið til sævaróss
blómin mín fögru, sem glitruðu um grundu
í gulli sólarljóss.

7 Báran, Hreggviður Hreggviðsson syngur, texti: A.Kr.

Er kvöldið blíða kyssti nætur húm
og kveikti himins töfra roða glóð
og báran gjálfrar blítt við fjörustein.
Ég beið þín löngum vinur minn og ein
á hvítum hesti komst sem farandsveinn
kraupst að fótum mér í ljúfri þrá
við bundum heit við bjartan kærleikseld
við bláan sæinn geymum þetta kveld
og nóttin dottar drauminn okkar við
er dásemg lífsins fyllti unaðsþrá
en báran gjálfrar enn við unnar helin
óskadrauminn minn sem geymir ein.

8 Þar sem liggja mín ljúfustu spor, Hreggviður Hreggviðsson sygur, texti A.Kr.

Þar sem liggja mín ljúfustu spor
langt inn í grösugum dal
lifði ég æskunnar ár, undi í fjallanna sal.
Við lindina litlu var sest,
ljómaði gleðin á brá.
Fann ég hvar vorið var best,
vakti mér unað og þrá.
Hin ljómandi litríka mynd
laugar nú sál mína frið.
Hin blátæra, blikandi lind
ber enn þá straumfallins nið.

9 Æskuómar, Þorbjörn Hlynur Árnason syngur,texti:A.Kr.

Er sólin roðar himinhvolf um kvöld
kysi ég æ að líta dalinn minn,
söngfuglinn er sest þá niður í ró,
og svo er kyrrð um lágnættið um sinn
og næturhúmið þegar færist frá
fjöllin lít ég aftur töfra blá.
Og huldur dalsins dreymnar rísa á fætur
en dulræn elfan strymir fram með nið
þar eru bundnar æsku minnar rætur
átthagann djúpa hljóða frið.

10 Á léttum vængjum, texti: Ásgr. Kr.

Frá æsku hef ég unnað heitast þér
en aðeins fundið blæ af návist þinni.
Á léttum vængjum fórstu framhjá mér
með fyrirheit um einhver meiri kynni.
Ó, ljóðadís, það löngum hef ég þráð.
Þú léðir snauðum bónda samfylgd þína,
svo gæti ég nokkrum gripum aðeins náð
sem gæfu skæran tón í hörpu mín.

11 Manstu ekki ennþá, texti: Ásgr.Kr.

Manstu ekki ennþá haustsins kyrru kvöld,
kýrnar með troðin júgur lötra að stöðli.
Rökkurmóða leggst um lyng og ása,
laufvindar mjúkir koma austan heiði.
Ilmríkir, ferskir mundu að morgni blása,
berandi í fangi angan ótal grasa
innan af heiði niður í dalinn þinn.
Og blöð af víði og birki úr skógarlundum,
blómadýrð öræfanna, vinur minn.

12 Nú undrast ég það, texti: A.Kr.

Nú undrat ég það, er ég lít yfir ævina alla
svo oft sem ég gekk í bratta, að ég skyldi ekki falla.
En nú þar ei nema litla steinvölu á vegi.
Hún veltir mér síðast hljóðlaust á enda degi.


13 Víkingablóð, texti: A.Kr.

Víkingablóð rennur æðum oss í
útlaginn þráir sitt feðranna land.
Frá upphafi lifir í tengslum og trú,
að traust sé vort ættjarðarband.
Þeir vildu ei lifa við kúgun né konungabann,
kusu því landið sem Ingólfur vann.
Hann byggði svo bæ sinn í Reykjavík.
Þar er borgin sem engri er lík.

14 Bæn, texti: A.Kr.

Ég kem til þín kvíðin á sál
kem til þín biðjandi um náð.
Ég heyri þitt heilaga orð,
hlýt þinni blessun og náð

Aðalheiður Kristinsdóttir skáld og bóndakona er fædd 18.maí 1916 að Gafli í Víðidal, faðir hennar var Kristinn Bjarnason frá Ási, sonur Bjarna Jónssonar oddvita á Akranesi og konu hans Sigríðar Hjálmarsdóttur, Hjálmarssonar(Bólu-Hjálmars). Móðir Aðalheiðar var Kristín Sölvadóttir frá Réttarholtskoti á Skagaströnd en hún fékk heilahimnubólgu er Aðaheiður var 6 mánaða var hún þá tekin í fóstur að Melrakkadal til Kristmundar Meldal og Hólmfríðar Jóhannsdóttur.
Aðalheiður flutti vestur á land um tvítugt og bjó yfir 40 ára með Sigurbergi Frímannssyni m.a. í Fíflholtum og Skíðsholtum á Mýrum. Þau eignuðust 3 börn, Sigurð, Ásgeir og Stellu. Nú hefur hún búið í 30 ár í Malmö með Stellu dóttur sinni.

mánudagur, nóvember 27, 2006

"Love Letter"

- - - -
- 5- saying a prayer that God will soon bring me to your side and darling I am going to be good just for you and I and angel of mine you have to promise me one thing. Please oh darling, just do me one favour. Please don´t work too hard. For my sake and our babie´s sake. When you told me´that you were going to have ours baby my sweet, I did not know whether to laugh or cry.
Words can not explain how happy I was.
-6- But I think you can understand with out me having to tell you Darling when at the last moment I was trying to get them let me stay.
But you know the army and maybe it is best to that I can get this mess all straight. and then we can live our own lives and tell the rest of the world to go to hell.
Darling I trieyd to come to see you the last night I was there. But they were watching me to close and I knew I was coming back.
-7- To I did not want to get into any trouble. Because that would mess up everything.
Darling I am not going to try to mail the stuff that I said I was going to get for you. I am going to bring it myself. Don´t you think that would be much better.
Darling when I come back I am going to work real harder and get to be a Sgt. again. Because I want my wife and baby to have the best of every thing. I will work hard, honest I will darling.
-8- And I am also going to bring you some things from the State. Some things that I wanted to get you while I was in Iceland. But I could not because they cost to much money. But I am going to get them for you while I am home.
Darling for sometime I was counting the days until I could get home. But now that I am going home I am counting the days until I can be back with you. Darling I am in Scotland. But my heart, my life, love and everything is in Iceland with you. And no matter what happens you are all the only ----

fimmtudagur, október 19, 2006

Hringferð um landið

1. dagur 6.sept. 2006 mið.
Á fætur kl. 7.00, Þá var Pétur kominn á stjá.Við tókum sængurfötin af og viðruðum sængurnar. Settum hreint á rúmið og aðrar sængur og kodda því að við áttum von á gestum frá Svíþjóð sem ætluðu að gista og svæfu í okkar rúmi í nokkrar nætur á meðan við yrðum í burtu.Borðuðum morgunmat og tókum meðulin.
Við lögðum af stað í glampandi sól og blíðu 8º C á Grand Vitara UX-335, árgerð
2004 , sem gengur undir gælunafninu “Uxinn” km. stóð í 52376
Stoppuðum við Lyngásbæina,þar sem Pétur sonur okkar bjó með drengjunum sínum, þrem, Elía, Karli Ólafi og Pétri Smára. Þar var komið nýtt hús í veiðihúsastíl. og gnæfði Hekla þar tilsýndar tignarleg og fögur um 1500 m há.
Stoppuðum á kauptúninu Hellu sem er á eystri bakka Ytri Rangár og tókum út peniga í KBb. það ætlaði ekki að ganga fljótt því maðurinn sem var á undan okkur var mundi ekki pin nr. sitt og var lengi að hugsa sig um.Jóhannes sonur okkar hrigndi alveg hissa hvað við vorum komin langt.er við vorum í Vík í Mýrdal, þar bjó Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur í yfir 30 ár. Þar tókum við okkur bensín milli kl. 11.30 – 12.00 og áðum á Mýrdalssandi hringdum í Pétur.kl. 13.30 – 14.00 er við vorum að fara yfir Gígjukvíslarbrú hr. Petrína Rós dóttir okkar.Stoppuðum við Kvíárjökulskamba fengum okkur að drekka og tíndum ber en þar var krökt af berjum bæði krækiber og bláber.Við höfðum verið svo séð að hafa berjatínurnar hans Péturs með okkur.Stoppuðum lítið við Jökulsárlónið enda þoka og rigning.
Komum að Hala í Suðrsveit um kl. 14.30 , Þar er risið Þorbergssafn, sem er saga Suðursveitar heimur Þórbergs. Menning, atvinnuhættir, mannlíf
Við gáfum okkur góðan tíma að skoða safnið, enda þekktum við vel til Þórbergs.
Þar rákumst við á söngljóð eftir Jóhannes skáld úr Kötlum sem hann hafði ort til Þorbergs árið 1952 er þeir höfðu farið í Kynnisferð til Kína ásamt fleiri Íslendingum:
.
Þorbergur Þórðarson fór til Kína
og litlu ló
gaf hann Edduna fína
og heldur meira þó
nefnilega ástina sína
á Esperantó.

Það var hann Þórbergur Þórðarson
rauðhærði bingdátinn sá;
enga mellu í öllu Kína
hann rak sig á
fagurt er heima á Íslandi
og fleira sem þar má.

Við hittum Þorbjörgu Arnórsdóttur forstöðukonu safnsins og höfðum við pantað nærutgistingu þar á staðnum, okkur var vísað á Breiðabólsstað en þetta bæjarhverfi er bústaður Hrolllaugs landnámsmanns son Rögnvalds jarls á Mæri í Noregi.
Þorbjörg kom svo með bækurnar Nú, nú eftir Steinþór á Hala og Sögur úr Suðursveit eftir Þórberg. Öll herbergin eru með nöfn og nr. nefnd eftir sögum ÞÞ, okkar hét “Kvennaskáli nr. 7 herbergið skáhallt á móti okkur hét “Magáll”
Við gengum aðeins um nágrennið en fallegt minnismerki er um Þórberg og bræður hans Steinþór og Benedikt við þjóðveginn.
Við sváfum vel um nóttina eftir að hafa farið í bað og lesið Þórberg.og Steinþór.
2. dagur. 7.sept.fim.
Á fætur kl. 6.30 , það er súld og skýjað úti. Tókum meðulin og gengum frá farangrinum og fórum svo í velútilátinn morgunmat á Safninu en þar vinnur María Lovísa sænsk stúlka úr Smálöndum og er hún að vinna á vegumNorddjobb
Bleikjueldi er á Hala svo hægt er að fá sér góða máltíð.Við kvöddum svo þennan góða stað og héldum áfram.
Stoppuðum hjá styttu af Jóni Eiríkssyni konfersráði hjá Skálafelli en þar var svo hvasst að við flýttum okkur áfram. Keyptum bensín í Nesjahverfi og fórum gegnum Almennaskarðsgöngin þau eru 1300 m. og styttir leiðina mikið þá hittum við puttaling
á gangi sem veifaði okkur þá var grenjandi rigning”Povel frá Praha í Tékklandi”.Hann var klyfjaður stórum bakpoka með svefnpoka og tjald .Hann sagði okkur að hann væri
ellilífeyrisþegi og hefði unnið við tölvur .Hann var með okkur til Djúpavogs.
Fórum Fáskrúðsfjarðargöng sem eru 5.900 m. Stoppuðum á Reyðarfirði Leituðum að pósthúsi en það er staðsett í Landsbankanum, fengum þar góða þjónustu hjá góðlegri konu, keyptum kort og frímerki , sendum Kurt og Móu kort.Á leið frá Reiðarfirði til Eskifjarðar ókum við fram hjá þar sem verið er að reisa stærstu álverksmiðju í Evrópu þar voru tveir menn að stjórna umferðinni það virðist vera nóg um vinnukraft þar,
aðalega útlendingar.,
Komum til Eskifjarðar kl. 13.00 –km 53056.
Við fórum fyrst í kirkjugarðinn og litum á leiði mæðginanna
Halldóru Bjarnadóttur og Einars Sólbergs Axelssonar
sem við hjónin höfðum séð um að þau fengju að vera saman í dauðanum fyrst ekki fengu þau að vera saman í lífinu. Halldóra var vinnukona hjá hjónum sem bjuggu fyrst í RVK en fluttu svo til Eskifjarðar og börðu hana og misþyrmdu svo stórsá á henni,sveltu hana og ekki mátti hún hafa neitt samband við barnið sitt. Hálfum mánuði eftir að hún hvarf fannst líkið af henni í sjónum framan ytri Framkaupstaðarbryggju, og talið er að hún hafi verið látin þegar sjórinn var látinn taka við henni.Í maga hennar fundust leifar af ósoðnum saltfiski og hráum kartöflum.Eftir dauða Halldóru tók föðursystir mín, María Jónsdóttir að sér litla drenginn hennar Einar Sólberg sem ekki hafði fengið of gott atlæti þangað til.
Keyptum bensín í Essó skálanum hjá Guðmundi, 20 l.= kr. 2500, röbbuðum við hann smástund yfir kaffibolla og kom í ljós að við áttum sameiginlega vini..
Fórum til baka upp Fagradal á Egilsstaði og áðum í útskoti á leiðinni og nutum útsýnisins. Ókum gegnum Egilsstaði og niður að Geirólfsstöðum í Skriðdal til að líta á bæ þann er Vestur-íslenska skáldkonan Guðrúnar H. Finnsdóttur var fædd á
6.febr. 1884 á “Geirólfsstöðum”
Húsið er reisulegt 2 hæðir og ris og sáum við í gegnum kíki að 3 menn voru að einangra bæinn að utan.Guðrún var send á Kvennaskólann á Akureyri árið 1900 og kyntist þá mansefninu sínu Gísla Jónssyni prentara . Þau giftu sig og fluttu til Winnipeg um 1903. Guðrún skrifaði mikið í blöð og tímarit og flutti ræður á mannamótum, meðal annars á kirkjuþingi í Wynyard 1941 um Erasmus frá Rotterdam
sem var fæddur 28.okt. 1466 í Rotterdam í Hollandi sem hún segir að hafi verið talinn lærðasti maður aldarinnar í fornritum Suðurlanda og einn mesti lærdóms og hugsjónamaður endurreisnartímabilsins.Hún flutti líka erindi um ClaraBarton
í Winnipeg sem var fædd á jóladag. 1821 í Oxford Mass. Clara var kennari af guðs náð og eftir mikla erfiðleika og þrengingar var hún frumkvöðull að stofnun Rauða kross félagsins í Bandaríkjunum.Í júní 1881 var Ameríska Rauða kross félagið stofnað
og var Clara Barton fyrsti forseti þess.

Eftir Guðrún H Finnsdóttur liggja þrjár bækur:Hillingalönd, Dagshríðar spor og Ferðalok og einnig átti hún mikinn þátt í undirbúningi Minningarrits um íslenska hermenn í Canada. Gísli maður hennar gaf út eina ljóðabók árið 1919 “Farfugla”
Kl. 16.00 stoppuðum við hjá Jökulsá á Brú þar áðum við en brúin er 40 metrum ofar en vatnsborðið, áin er talin gruggugust ísenskra vatnsfalla.Á Skjöldólfsstöðum keyptum við bensín kr. @127.70 =kr. 3380. Stoppuðum af og til og hvíldum okkur í rigningu og sudda.Áðum á leiðinni og tókum fram svefnpokana og settum sætin niður í bílnum ókum út af veginum og sváfum smástund og nutum þess að vera út í guðsgrænni náttúrunni. Þá var km 53387

3. dagur 8.sept.fö.
Kl. 6.00 um morguninn lögðum við aftur af stað en fengum okkur snarl. áður, suddi og rigning. Ókum um Víkurskarð komum að Essó á Aurunum um kl. 7.00
Á Akureyri var km. 53422 Á þvoði bílinn og ÓPH fór á bensínstöðina fékk ókeypis bílastæðaklukku og kort af Akureyri og fékk að fara á snyrtingu.Ókum um Akureyri og skoðuðum húsin en þar sem við áttum ekki að fá orlofshús Sfk fyrr en eftir hádegi fórum við að Dalvík þá var kl. 9.00 en ekki búið að opna kaffistofuna
svo við ókum Árskógsand að ferjunni til Hríseyjar hún fór kl. 9.30 far fram og til baka kostar kr. 350 fyrir gamlingja eins og okkur. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar og ætluðum að fá okkur kaffisopa í Hrísey og spurðum stýrimanninn á ferjunni hvort það væri ekki hægt, hann var seinn til svars og sagði svo að hann vissi það ekki gerla væri að koma úr frí.En er ferjubáturinn Sæfari kom til Hríseyjar var búið að loka fyrir veturinn kaffihúsinu en í staðinn sáum við Rjúpurnar dansa í hópum á túnflötunum og það var nú sko aldeilis gaman. Við tókum næstu ferju til baka kl. 11.00 þá sá stýrimaðurinn aumur á okkur og færði okkur kaffi í bolla. Lögreglan flutti eina konu á sjúkrabörum út í ferjuna áður en báturinn fór frá bryggjunni, hún sagðist vera svo veik að sér finndist sem hún væri að deyja. Er við komum á fast land beið læknirinn á Dalvík þar að ég held.Eyjaskeggjar sem voru með í land tóku þátt í að tala við veiku konuna og sendu henni hlýjar kveðjur.
Á leiðinni til Akureyrar skoðuðum við risastór BYKO og Verslunarkeðju í Glerártorgi keyptum okkur þar kaffi í Kaffitorgi., fórum líka í Bónus
Eftir hádegið ath.við með Einilund 10b húsið var mannlaust svo við fórum og ókum að dyrunum og bárum farangurinn inn Þá kom þar gamall maður sem sagðist vera 84 ára og eiga heima í raðhúsalengjunni en þar eru 6 íbúðir. “Eruð þið langt að?.
spurði hann,Við erum að sunnan sögðum við,þá sagði gamli maðurinn, mikið er bíllinn hreinn. og við sögðum “Já, Akureyringar eru svo hreinlátir að við vildum semja okkur að þeirra siðum. Við fórum svo að ganga frá dótinu, búa um og elda og hafa það notalegt og sofnuðm kl. 23.00 þreytt og glöð með ferðina sem af var.

4.dagur 9.sept. lau. 9stiga hiti
Vöknuðum kl. 8.00 , sváfum vel í mjúku rúmi enda örmagna af þreytu eftir langt ferðalag. Nutum þess að fá okkur morgunmat og meðul. Úti var rigning og snjór í fjöllum og þoka. Lauga hr. kl. 11.00 Vorum heim og í náttsloppum , lásum bækur og horfðum á TV. m.a. Super Nova, Magni gerir það gott og hrífur áheyrendur með sér.
Rós hr. , Aðalheiður St. er komin aftur áBsp með magasár.Borðuðum pylsur og pylsubrauð og kartöflumús í kvöldmat.

5.dagur 10. sept. su. 10 stiga hiti
Vöknuðum kl. 9. fengum okkur morgunmat og meðul. KÁ er hálflasin svo við vorum ekkert að klæða okkur strax en gerðum okkur eitthvað til dundurs enda nóg af bókum og í TV.Í hádeginu borðuðum við fiskibollur og ætluðum að búa til karrísósu með en fundum ekki karríið sem við ætluðum að taka með að heiman svo tómatsósa kom í staðinn.Kl. 17.00 datt okkur í hug að fara í apótek fyrir KÁ en þá var búið að loka þeim af því það er sunnudagur, við fórum þá á Fjórðungssjúkrahúsið og fengum úrlausn okkar mála. Fórum að sofa kl. 22.30 og KÁ var farið að líða betur.

6.dagur 11. sept. má.13stiga hiti, smávindur
Á fætur kl. 9.00 , AB mjólk og gróft brauð með osti í morgunmat.
Kl. 10.30 leggjum við af stað til Dalvíkur að skoða Byggðasafnið Hvol Á Dalvík. Hittum Írisi Ólöfu safnvörð þar sem hleypti okkur inn en það var kominn vetrartími og aðeins opið frá 1. sept. á laugardögum frá 14.00 – 17.00. Þetta er Byggða-manna- og náttúrugripasafn á þrem hæðum . þaðeru 2 hæðir og ris og brattir tréstigar svo þetta er erfitt yfirferðar en reglulega skemmtilegt safn og merkilegt Þarna eru stofur helgaðar Jóhanni Péturssyni Svarfdæling sem var hæsti maður heims 234 cm á hæð og 163 cm kg. og notaði skó nr 62. og svo 3. forseta lýðveldisins frá 1968 – 1980 Kristjáni Eldjárn Það eru uppstoppuð dýr m.a. ísbjörn ,þurrkaðar plöntur og sýndir járðskjálftamælar frá jarðskjálftanum á Dalvík 1934 en hann var 6.4 á richter, einnig frásagnir frá fólki sem man þennan skjálfta., allskonar útskurður og útsaumur m.a.
teppi með fornsíslenskum saum og ýmis heimilistæki gömul og aflögð á þessari öld..
Komum við í Bónus á leiðinni heim,óph bakaði vöflur, las ljóðabækur en ká horfði á TV.Að sofa um kl.23.00

7. dagur 12. sept. þr. 10 stiga hiti , skýjað
Vöknuðum kl. 8.00, Ab mjólk og korn, Fengum okkur svo te og nýbakaðar vöflur svolítið seinna. KÁ er að hressast. Af stað kl. 13.00, tókum bensín á Leirum . Ekið upp að Safnhúsi á Svalbarðsströnd, en þá er verið að byggja við og endurbæta það og verður ekki opnað almenningi fyrr en 2007, sá eini sem tók vel á móti mér þar var hvítur hundur með uppspert eyru sem elti mig um hlaðið, mjög vingjarnlegur.
Ókum um Eyjafjarðarsveit. Að Grund komum við, söguríkasta höfuðbóli Eyjafjarðar
og ætluðum að fá að skoða kirkjuna við hittum þar gamla konu utan dyra en sú hafði engin lyklavöld sú með lyklavöldin hafði brugðið sér bæjarleið, aðrir heimamenn voru í fjósverkum. Í Hrafnagili er komið þorp í kringum skólana og mikið um nýbyggingar og uppgangur í stórum stíl.Ókum að jólahúsinu en það er 10 ára um þessar mundir að sögn Benedikts Grétarssonar jólasveins þar. þar eru um 80 listamenn í samstarfi og um 1500 fyrirtæki Um leið og maður kemur inn í húsið finnur maður jólailminn leggja á móti sér og heyrir jólatónlist þar er allt fullt af jólavörum á tveim hæðum og fyir utan er hægt að sitja út í garði og njóta þessarar jólastemmingar og litlu álfarnir sem standa vörð þar eru til mestu ánægju. Þar er líka óskabrunnur þar sem maður getur óskað ófæddum börnum góðs um leið og maður gárar yfirborðið.
Við óskuðum ófæddu barni dótturdóttur okkar alls góðs og keyptum jólaköttinn handa Pétri syni okkar sem verður ekki heima á jólunum.
Við enduðum svo þennan góða og sólríka dag í Veitingahúsi Friðriks V meistarakokki, sem leysti okkur út með gjöfum, mataruppskriftabók “Auðvelt úr þorski” Heim södd og ánægð og fórum að sofa kl.23.00

8. dagur 13. sept. mi. 10 stiga hiti, súld og þoka
Vöknuðum kl. 9.00 , morgunmatur og meðul.hlustuðum á útvarp og höfðum það notalegt. Eftir hádegi lögðum við af stað, fórum að Iðnaðarsafni Ak., það var lokað og læst Fórum þá í miðbæinn og gengum um göturnar en stilltum fyrst bílaklukkuna í bílnum á 2 klst., keyptum frímerki og kort okkur fanst vanta kort af Lystigarðinum í blóma.svo skoðuðum við í búðarglugga.
Gerðum tilraun til að finna hvar Jóhann Þórarinsd. skólasystir mín ætti heim en fundum ekki.Fórum í Lystigarð Ak. og gengum þar um, blómin eru farin að fölna og komnir haustlitir í garðinn. Ókum um og skoðuðum margar byggingar sáum Verkmenntaskólann sem Akureyringar mega vera stoltir af..
Er heim komhöfðum við þar huggulegt. Horfðum á DVD, Börnin í Ólátagerði e. Astrid Lindgren, Lucky numberSlevinn með Josh Hartnett, Lucy Liu, Bruce Willis.
horfðum svo á TV, kl. 22.00 byrjaði Rock Star : Supernova tónleikarnir , raunveruleikaþátturinn kl. 00.1 byrjaði úrslitaþátturinn og stóð til 02.00 Magni frá Íslandi og Toby frá melbourne í Australíu féllu út . P hr. og virtist sakna okkar að okkar eigi söng ha-ha . Að sofa kl. 02.30

9. dagur Krossmessa á hausti, 14. sept. fim. 18 stiga hiti sól og blíða.
Vöknuðum kl. 9.00 morgunmatur og meðul.. Fórum út í garð og nutum góðaveðursins, skrifuðum 8kort. töluðum við nágrannakonuna norðan megin við okkur .Hún sagði að í þessari 6 húsalengju væri ein gömul manneskja í hverri íbúð nema náttúrleg í Sfk. íbúðinni. Eftir hádegi fórum við í Glerártorgsverslunarmst
hittum þar Sigurð Skúlason skógarvörð í Vaglaskógi, gamlan Kópavogsbúa,settum kortin í póst, keyptum 2 jólagjafir og fórum í Nettó.
Leituðum svo að Gránufélagsgötu 37,þar sem J.Þ.býr það gekk illa að finna það nr. við fundum nr. 27 og þar næst 39 og 41 við hlupum upp og niður tröppur en Ýmist var fólk ekki heima eða að það var verið að gera húsin upp svo enginn ansaði loks gáfumst við upp og ókum yfir ein gatnamót en þá komu allt önnur nr, og á endanum á Gránufélagsgötunni fundum við nr. 37 þar sem Jóhanna átti heima en þá var hún ekki heima en í póstkassanum var póstur. Í fyrstu dró ég þá ályktun að hún væri á ferðalagi en datt svo í hug að leita að símanr. hennar og hringja í ´hana því að hún væri kannski á spítala en þá var hún stödd austur á landi í góðu yfirlæti hafði bara ætlað að vera eina viku en hafði lengt fríið um tvær vikur, þá var þungu fargi af mér létt.
Er við komum heim seinni partinn ,þvoðum við gólfin og þrifum íbúðina síðan
borðuðum við kjúkling Jói og Rós hr. bæði í okkur til að vita hvernig við hefðum það og skiluðu hveðjum frá Helgu Tr., Báru, Drífu og Sunnu. Horfðum á dvd : Emil í Kattholti e. Astrid Lindgren.og “Last Holidag Queen Latifah. og TV Að sofa kl. 22.30
10 dagur 15. sept. fö, 10 stiga hiti , sól og blíða
Vöknuðum kl. 7.00, eldhress enda á heimleið ídag.Fengum okkur te, spæld egg , ristað brauð og sitt lítið af hverju sem eftir var af matnum. Tókum sængurnar og viðruðum þær úti á sólpalli en þar er þessi fína verönd með sólhúsgögnum og útigrilli.
Við gengum síðan frá íbúðinni eins og vera ber og bárum dótið okkar út í bíl , þá kom elsti maðurinn í húsalengjunni til okkar og fór að tala við okkur. Hann er 92 ára en hugsar um sig sjálfur, eldar ofan í sig og þvær fötin sín. Við spurðum hann hvort það væri ekki erfitt að þvo, “O,nei “, sagði hann “maður hendir bara þvottinum inn í vélina” og svo fer hann líka út í búð að kaupa inn. Það er merkilegt hvað sumir eldast vel.Við kvöddum svo þennan gamla mann og héldum af stað áleiðis til höfuðstaðarins kl. 10.00 , þá var KÁ búinn að hlaða bílinn en ÓPH búin að henda ruslinu og ganga um húsið til að sjá um að allt væri í lagi.Við tókum bensín í Olís í Glerárgötu.
Kl. 11.00 vorum við í Skagafirði , þar var grenjandi rigning. Kl. 12.00 í Húnavatnssýslu, þar var súld og þoka. Kl. 13.45 áðum við á Holtavörðuheiðinni þar sem hún er hæst, þar var rigning, rok og þoka, þá hr. Pétur hress að vanda og vildi vita hvenær væri vona á okkur svo lærið yrði steikt er við kæmum heim.Kl. 15.00 vorum við í Borgarnesi og kl. 16.00 vorum við komin heim í Kópavog.Við ókum inní bílageymsluna og tókum farangurinn úr bílnum.Kaffi og hjónabandssæla beið okka í eldhúsinu. Pétur var að steikja kjötlærið og meðan við sögðum þeim Valeriyu ferðasöguna hristist allt af hlátri í íbúðinni og gleði yfir góðri ferð.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Póll

Elsku hjartans Ólöf mín
er það hart að líða
yndisbjarta æskan þín
á við margt að stríða

miðvikudagur, júní 21, 2006

Sumarsólstöður

Loks er ég komin hingað aftur eftir mikla leit en blessunin hún Stella Soffía mín bjargaði mér.
og Jóhannes minn með því að gefa mér þetta skriflegt.
Móa mín gaf mér svo góða gráa skó sem hafa alveg bjargað mér í þengingunum. Stella Soffía sendi okkur fallega mynd af Áslaugu Eddu ásamt mömmu sinni og langa og löngu þ. 8/6.s.l.
Í dag er mjög fallegur dagur sól skín í heiði og allt er svo bjart nótt sem dag. Kalli fór með þriðja bílinn í skoðun í dag þá eru tveir eftir. Það er ekki að spyrja að honum.
En munum það "að ef allt gengur upp þá hefur eitthvað gleymst.

Á Bar
Baudelaire drekkur ekki
á hornbarnum
né koma þar
Rimbaud, Verlaine
Eluard, Picasso
aðeins gamli verkamaðurinn
sem týndi móðurmálinu
og herbergisfélaginn
sem heldur spilum
kræklóttum fingrum

á horninu teiknar einhver á blað
Geirlaugur

Sumarsólstöður

Loks er ég komin hingað aftur eftir mikla leit en blessunin hún Stella Soffía mín bjargaði mér.
og Jóhannes minn með því að gefa mér þetta skriflegt.
Móa mín gaf mér svo góða gráa skó sem hafa alveg bjargað mér í þengingunum. Stella Soffía sendi okkur fallega mynd af Áslaugu Eddu ásamt mömmu sinni og langa og löngu þ. 8/6.s.l.
Í dag er mjög fallegur dagur sól skín í heiði og allt er svo bjart nótt sem dag. Kalli fór með þriðja bílinn í skoðun í dag þá eru tveir eftir. Það er ekki að spyrja að honum.
En munum það "að ef allt gengur upp þá hefur eitthvað gleymst.

Á Bar
Baudelaire drekkur ekki
á hornbarnum
né koma þar
Rimbaud, Verlaine
Eluard, Picasso
aðeins gamli verkamaðurinn
sem týndi móðurmálinu
og herbergisfélaginn
sem heldur spilum
kræklóttum fingrum

á horninu teiknar einhver á blað
Geirlaugur

Sumarsólstöður

Loks er ég komin hingað aftur eftir mikla leit en blessunin hún Stella Soffía mín bjargaði mér.
og Jóhannes minn með því að gefa mér þetta skriflegt.
Móa mín gaf mér svo góða gráa skó sem hafa alveg bjargað mér í þengingunum. Stella Soffía sendi okkur fallega mynd af Áslaugu Eddu ásamt mömmu sinni og langa og löngu þ. 8/6.s.l.
Í dag er mjög fallegur dagur sól skín í heiði og allt er svo bjart nótt sem dag. Kalli fór með þriðja bílinn í skoðun í dag þá eru tveir eftir. Það er ekki að spyrja að honum.
En munum það "að ef allt gengur upp þá hefur eitthvað gleymst.

Á Bar
Baudelaire drekkur ekki
á hornbarnum
né koma þar
Rimbaud, Verlaine
Eluard, Picasso
aðeins gamli verkamaðurinn
sem týndi móðurmálinu
og herbergisfélaginn
sem heldur spilum
kræklóttum fingrum

á horninu teiknar einhver á blað
Geirlaugur

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Reykingar

Þegar ég á unglingsárum mínum milli 1940-50 fóru sígarettureykingar mjög í vöxt, áður voru það aðallega karlmenn sem reyktu en eftir að landið var hernumið 10. maí 1940 virtist þetta snúast við, bæði var það að hermennirnir gáfu stúlkum sígarettur til að fá þær til fylgilags við sig og fólkið hafið meira fé milli handanna.
Er mér minnisstætt eftir að ameríkanarnir komu 6.júlí 1941 að það var algeng sjón niður á Lækjartorgi, þar var oft hópur hermanna er kveiktu sér í sígarettu, fleygðu þeim svo frá sér á Torgið svo að segja óreyktum að Íslendingarnir beygðu sig niður og tóku þær upp og héldu áfram að reykja þær og voru bæði ungir og gamlir sem þetta gerðu.
Sem betur fer bauð mér svo við þessu að ég ákvað að reykja aldrei sígarettu. Vafalaust hafa margir byrjað að reykja sína fyrstu sígarettu þarna á Lækjartorgi og orðið "þræla vanans".
Takið því aldrei fyrstu sígarettuna! KÁ
------
Var að taka saman jóladótið, þvoði 3 vélar og hengdi upp, þvoði gólfin, sendi P email og spilaði Megasukk. ÓPH
-----
Útkall hjá Evu, keypti 3 blekhylki fyrir hana og fór með það til hennar 2 klst, þau fengust ekki niður í miðbæ R. Birna hr. er að vinna í bókhaldinu KÁ

mánudagur, janúar 02, 2006

2006

Hringhenda
Inn með lónum leiftri slær,
lengra sjónum bendir:
gengur á sjónum glóey skær,
geislaprjónum hendir.

Fyrsti dagur ársins er liðinn með pompi og pragt. Við vöknuðum kl. 10.00 og höguðum okkur eins og Bóhem og völsuðum um á náttfötunum. Vorum búin að hringja í börnin og svo fórum við á "skype" og náðum samb. við Stellu og Baldur. hr. í Evu.
Hlustuðum á forsetann ÓRG, hann talaði um gamla fólkið og þann vanda sem það býr við, það voru orð í tíma töluð. Dyrabjallan hr um kl. 1400 og fyrstu gestirnir voru komnir á nýja árinu, það voru Jóhannes og Ólöf, við flýttum okkur í fötin og réttt stóð á endum þegar þau voru komin upp í lyftunni. Það var svo slegið í veislu, þau fengu kaffi og randalín, piparkökur og hafrakex. Þegar þau voru farin fór ég að vinna í tölvunni og setja gögn í hana svo fórum við KÁ að horfa á myndband til kl.00.30

Annar dagur í nýári.
Tók til m fyrir næstu þrjár vikur, KÁ skrapp út á Smáratorg eftir smá viðbót. Kl. 15.00 fórum við í eins árs afmæli hjá Ísold það var fjölmennt og fjörugt. Er heim var komið setti KÁ afganginn af kjötinu í tartalettur og svo var borðað af bestu lyst. BJ er á skype.bæ

föstudagur, desember 23, 2005

Viðeyjarsund í Vatnagarða

Eftirfarandi atvik rifjaðist upp fyrir mér Karli Árnasyni f.2/5.1932 er ég horfði á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þá var nú öðruvísi að horfa yfir en nú.

Ég byrja ásamt föður mínum 1. maí 1951 að vinna hjá BP (Olíuverslun Íslands) var bílaverkstæði fyrirtækisins á Kambinum fyrir ofan Vatnagarðana, þetta svæði með byggingum hafði verið Birgðastöð Olíufélagsins Nafta áður en það sameinast BP.
Þessi staður var þá nánast upp í sveit, engar byggingar eða fólk nærri. Víkin og sandurinn freistaði manns óneitanlega í góðu veðri og við vinnufélagarnir Jóhann Ægir Egilsson f.3/7.1933
d.26/10.1969 fórum að stunda sjóböð og notuðum til þess hádegið. Þetta sumar var mjög sólríkt og gátum við stundað sjóböð allt þetta sumar.

Næsta vor 1952 héldum við uppteknum hætti með sjóböðin. Við vöndumst sjónum og æfðum okkur af kappi og eitt sinn stakk pabbi upp á því, "að gaman væri ef við syntum úr Viðey yfir í Vatnagarða". Pabbi hafði sjálfur stundað mikið sjóböð, bæði á sínum uppvaxtarárum við Breiðafjörð og svo eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá stundaði hann sjálfur sjóböð í Skerjafirði. Okkur leist vel á uppástunguna og fórum að æfa af enn meira kappi.

Það er ekki að orðlengja það, að það er stefnt að því að synda frá Viðey upp á steinbryggjuna í Vatnagörðum þegar við vinnufélagarnir værum allir mættir aftur eftir sumarfrí
Það er svo afráðið að synda frá Viðey á föstudegi eftir miðjan ágúst því þá unnum við skemur.
Síðan rennur dagurinn upp og eftir að vinnudeginum líkur er farið að búa sig til ferðar. Tekist hafði að útvega árabát og fórum við Ægir(eins og JÆE var kallaður) ásamt Árna Jóhannessyn föður mínum, Magnúsi Einarssyni, Þorvaldi Ragnarssyn(Sonny) og Leó(Lóa) Ólafssyni (en ég var í sérstöku uppáhaldi hjá honum). Þetta voru starfsmenn á Bílaverkstæði BP á þessum tíma.

Þeir fjórmenningarnir síðarnefndu réru bátnum út í Viðey, en þangað höfðum við ekki komið áður. Þar fórum við Ægir í sundskýlur og hófum sundið skammt austur af þar sem núna er bryggjan. En þeir fjórmenningarnir fylgdu okkur eftir í bátnum , þá var kl. 17.00, þá var stórstreymt, sundið sóttist nokkuð vel en við höfðum ekki hugleitt það áður hvað þetta var langt, það voru þó nokkrir straumar og sjórinn kaldari en við höfðum gert okkur í hugarlund af því að það var aðfall.

Við syntum í einni lotu, Ægir fékk sinadrátt í annan fótinn þegar við vorum meir en háfnaðir, en það leið frá sem betur fór og það var hart nær háflóð þegar við komum að landi við steinbryggjuna framan við flugskýlið sem Loftleiðir hófu sinn rekstur í með sínum sjóflugvélum og fyrirtækið Björgun hafð til umráða þegar þetta var.
Sundið tók yfir 2 klst. Við urðum að synda svolítið í sveig út af straumnum, má því ætla að sundið hafi verið 1300 - 1500 m.

Sem fyrr segir vorum við ekki smurðir fyrir sundið en þá drifu fjórmenningarnir okkur upp í verkstæðisaðstöðuna hjáBP og þar þurrkuðum við okkur en ekki var nein baðastaða og okkur var svo kalt að við gátum ekki einu sinni kastað af okkur vatni. Þeir gáfu okkur heitt að drekka og síðan hélt hver heim til sín.

Við héldum áfram þessum sjóböðum það sem eftir var sumars og í sept. 1952 syntum við Ægir frá Laugarnestöngum og kringum olíuskip í Olíuskipalægi BP við Laugarnes og aftur í land en þá fylgdi okkur enginn bátur og þóttu þessi sund þó nokkur afrek á þeim tíma.

En vorið 1953 flytur BP aðstöðu sína úr Vatnagörðum í Olíustöðina í Laugarnesi, lögðust þá af sjóböð okkar þar sem ekki var lengur tími í hádeginu.

Viðeyjarsund í Vatnagarða

Eftirfarandi atvik rifjaðist upp fyrir mér Karli Árnasyni f.2/5.1932 er ég horfði á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þá var nú öðruvísi að horfa yfir en nú.

Ég byrja ásamt föður mínum 1. maí 1951 að vinna hjá BP (Olíuverslun Íslands) var bílaverkstæði fyrirtækisins á Kambinum fyrir ofan Vatnagarðana, þetta svæði með byggingum hafði verið Birgðastöð Olíufélagsins Nafta áður en það sameinast BP.
Þessi staður var þá nánast upp í sveit, engar byggingar eða fólk nærri. Víkin og sandurinn freistaði manns óneitanlega í góðu veðri og við vinnufélagarnir Jóhann Ægir Egilsson f.3/7.1933
d.26/10.1969 fórum að stunda sjóböð og notuðum til þess hádegið. Þetta sumar var mjög sólríkt og gátum við stundað sjóböð allt þetta sumar.

Næsta vor 1952 héldum við uppteknum hætti með sjóböðin. Við vöndumst sjónum og æfðum okkur af kappi og eitt sinn stakk pabbi upp á því, "að gaman væri ef við syntum úr Viðey yfir í Vatnagarða". Pabbi hafði sjálfur stundað mikið sjóböð, bæði á sínum uppvaxtarárum við Breiðafjörð og svo eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en þá stundaði hann sjálfur sjóböð í Skerjafirði. Okkur leist vel á uppástunguna og fórum að æfa af enn meira kappi.

Það er ekki að orðlengja það, að það er stefnt að því að synda frá Viðey upp á steinbryggjuna í Vatnagörðum þegar við vinnufélagarnir værum allir mættir aftur eftir sumarfrí
Það er svo afráðið að synda frá Viðey á föstudegi eftir miðjan ágúst því þá unnum við skemur.
Síðan rennur dagurinn upp og eftir að vinnudeginum líkur er farið að búa sig til ferðar. Tekist hafði að útvega árabát og fórum við Ægir(eins og JÆE var kallaður) ásamt Árna Jóhannessyn föður mínum, Magnúsi Einarssyni, Þorvaldi Ragnarssyn(Sonny) og Leó(Lóa) Ólafssyni (en ég var í sérstöku uppáhaldi hjá honum). Þetta voru starfsmenn á Bílaverkstæði BP á þessum tíma.

Þeir fjórmenningarnir síðarnefndu réru bátnum út í Viðey, en þangað höfðum við ekki komið áður. Þar fórum við Ægir í sundskýlur og hófum sundið skammt austur af þar sem núna er bryggjan. En þeir fjórmenningarnir fylgdu okkur eftir í bátnum , þá var kl. 17.00, þá var stórstreymt, sundið sóttist nokkuð vel en við höfðum ekki hugleitt það áður hvað þetta var langt, það voru þó nokkrir straumar og sjórinn kaldari en við höfðum gert okkur í hugarlund af því að það var aðfall.

Við syntum í einni lotu, Ægir fékk sinadrátt í annan fótinn þegar við vorum meir en háfnaðir, en það leið frá sem betur fór og það var hart nær háflóð þegar við komum að landi við steinbryggjuna framan við flugskýlið sem Loftleiðir hófu sinn rekstur í með sínum sjóflugvélum og fyrirtækið Björgun hafð til umráða þegar þetta var.
Sundið tók yfir 2 klst. Við urðum að synda svolítið í sveig út af straumnum, má því ætla að sundið hafi verið 1300 - 1500 m.

Sem fyrr segir vorum við ekki smurðir fyrir sundið en þá drifu fjórmenningarnir okkur upp í verkstæðisaðstöðuna hjáBP og þar þurrkuðum við okkur en ekki var nein baðastaða og okkur var svo kalt að við gátum ekki einu sinni kastað af okkur vatni. Þeir gáfu okkur heitt að drekka og síðan hélt hver heim til sín.

Við héldum áfram þessum sjóböðum það sem eftir var sumars og í sept. 1952 syntum við Ægir frá Laugarnestöngum og kringum olíuskip í Olíuskipalægi BP við Laugarnes og aftur í land en þá fylgdi okkur enginn bátur og þóttu þessi sund þó nokkur afrek á þeim tíma.

En vorið 1953 flytur BP aðstöðu sína úr Vatnagörðum í Olíustöðina í Laugarnesi, lögðust þá af sjóböð okkar þar sem ekki var lengur tími í hádeginu.

föstudagur, desember 09, 2005

"Heyrðu mér"

Það var á þeim árum sem við Kristinn Hermannsson unnum á bílaverkstæði BP. í Lauganesi
um jólaleytið að upp kom sú umræða milli okkar er við vorum að ræða um jólaundirbúninginn að gaman væri ef við gætum smíðað sófaborð og einhverskonar innskotsborð með tekkplötu og járnlöppum en slík borð voru mjög í tísku um þær mundir en fokdýr miðað við okkar fjárhag.
Það verður því úr að við förum að vinna að þessu í fullri alvöru, ath með efni en það var ekki hlaupið að fá það, þegar til átti að taka var ekkert stál (öxulstál) að hafa. Nú voru góð ráð dýr, við settum hausinn í bleyti og það varð úr þar sem við vorum kunnugir Renniverkstæði Egils Vilhjálmssonar að við hringjum ti Egils og biðjum um öxulstál en það ber ekki árangur.
Við tökum þá það ráð að Kristinn hringir til Egils og líkir eftir okkar ágæta Þórði Guðbrands sem var þá yfir bíladeild BP og hafði mjög sérstæðan talanda og spyr eftir Grétari verkstjóra þar, hann kynnir sig ekki en hermir eftir rödd Þórðar, hann fær samband við Grétar og segir, "Sæll góði, heyrðu mér, geturðu ekki selt mér öxustál", Grétar verkstjóri bregst vel við og segir,"sendu bara eftir því",.Það verður úr að ég, Karl Árnason fer til Egils og fæ öxulstálið,enda með beiðni upp á vasann, sem við borguðum svo síðar, fer með öxulstálið upp á lager ti Óla Hjálmars og við viktuðum það í sameiningu og hann skrifaði það svo á okkur Kristinn.
Svo fórum við með það niður á verkstæði og smíðum lappirnar, 8 fyrir hvorn okkar.
Þá vitum við ekki fyrr til en Þórður kemur niður á verkstæð með bölvi og ragni, öskuillur og neistar af honum og segir"Hvar er helvítið hann Kalli" Okkur bregður við, svo ´spyr Þórður hvort Kalli hafi verið að ljúga öxulstál út á sig, Þórður heldur áfram og segir að Grétar hjá Egili hafi hringt og sagt, ég lét þig hafa öxulstálið , Þórður minn, eins og þú baðst um.
Kalli sagði, þetta er einhver misskilningur Þórður minn, við erum að kaupa öxulstál gegnum lagerinn.
Við Kristinn fórum svo suður í Kópavog og máluðum fæturnar í bílskúrnum hjá Simba fisksala, tengdapabba Kristins. Karl hafði talað við góðvin sinn Bolla A. Ólafsson húsgagnasmið og fékk hann til að smíða borðplöturnar. Við skrúfuðum svo borðin saman og fengum 2 borð hvor og gerðu borðin mikla lukku um jólin.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Skveðinn

Frá starfsárum KÁ hjá Olís 1951-1951-1961

Á þessum árum unnu milli 50-60 manns í Olíustöð BP í Laugarnesi. Og voru margir persónuleikar eftirminnanlegir, Skveðinn (Baldvin Sigurðsson) var einn af þeim. Hann hlaut þetta nafn af því að hann var að segja sögur um hina og þessa sem hann hafði unnið með og kallaði þá alla "skveða", sem varð til þess að nafnið festist við hann sjálfan.Við vinnufélagarnir, Kristinn Hermannsson og KÁ bifvélavirkjar hjá BP unnum alltaf frá 7.20 - 19.00 á kvöldin á bílaverkstæðinu og stundum lengur ásamt hinum starfsmönnunum þar, því ekki mátti flotinn stoppa, enda olía og bensín keyrð út um allt land og vegir ekki allt of góðir á þessum árum.
Skveðinn vann í Olístöðinni við olíumælingar og svartolíukyndistöðina.

Það æxslaðist svo til, þegar allir vorum farnir þá fórum við í vinnulok að þvo okkur í starfsmannaaðstöðunni þá skildi "Skveðinn" eftir vinnuskóna sína sem voru tréklossar á miðstöðvarofnunum og var þá að þurrka þá. Af þessu skapaðist hinn mesti óþefur sem endaði með því að við Kristinn tókum til okkar ráða, við tókum skóna af ofninum, hentum þeim út en það dugði ekki til, fljótlega voru þeir komnir á ofninn aftur svo við fylltum þá af mold, gróðursettum arfa í þá allt kom fyrir ekki , enn komu skórnir á ofninn, við fylltum þá af vatni og út með þá enn og enn komu þeir á ofninn og nú voru góð ráð dýr sem endaði með því að við fjarlægðum skóna fyrir fullt og allt og má segja að þá hafi verið þessum kafla í þessu stríð lokið.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Jólakort

Á árunum 1920-30 bjó á Brimilsvallatorfunni á Snæf.n.Agústínus faðir Daníels fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi og kennara í Ingimarsskólanum í RVK ásamt konu og börnum. Það var erfitt fyrir fátækt fólk og barnmargt að standa við afgjöldin af leigunni þegar veður voru válynd og ekki gaf á sjó. Það var svo rétt fyrir jólin að hann fékk bréf um uppsögn á hjáleigunni.
Á milli jóla og nýjárs hittir hann eiganda Torfunnar og segir þá við stórbóndann, "þakka þér fyrir jólakorið, helvítis, ára djöfullinn þinn.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Heimsóknir

Í dag hefur verið mikið að gera við að taka á móti gestum. Við vöknuðum kl. 8.00 í sól og blíðu.
Hjónin Erna frænka mín og Dave Smethurst sem búa í Edgerton, Huddersfield, W-Y, Englandi
eru stödd hérna á Íslandi ætla að heimsækja okkur í dag. Kl. 1200-14.00 Komu Petrína Rós og Júlían og sýndu okkur nýju skólatöskuna hans en skólinn byrjar 22. ágúst.
Þá komu Kristján R.K. og Stella Soffía J. og kvöddu okkur en þau eru að flytja til Kbh.
Við vorum einmitt boðin í veislu á föstud. 19.ág. s.l. er haldin var í tilefni af því að Kristján R.varð Doktor í stærðfræði og Stella Soffía bókmenntafræðingur. Kristján I.Leifsson og Margrét Björnsd. kona hans héldu rausnarlega veislu heima hjá sér þar sem vinir og vandamenn voru saman komnir.
Kristján R.K. gaf okkur Doktorsritgerðina sína, "Periodic Tachyons and Charged Black Holes" þau fóru um kl.15.00,
Þá komu Jóhannes og Ólöf og voru til kl. 16.00 og drukku kaffi og sögðu okkur frá 1/2 Maraþoni sem hann hljóp en það er 21. km, og 'olöf var í skemmtiskokkinu sem er 3 km.
kl. 17.30 komu Erna,Dave, Hugrún frænka og Níels maðurinn hennar og stoppuðu til 18.30. Það var mjög gaman að fá allt þetta fólk

miðvikudagur, júlí 13, 2005

"Saga sem er engin saga"

Í dag færði Stella Soffía sonardóttir mín mér BA ritgerðina sína. "Saga sem er engin saga" Um þöggun og kvenlega tjáningu í bókinni Eitt er það land eftir Halldóru B. Björnsson. Stella Soffía vitnar þar í Sidonie Smith sem hefur bent á að nærvera annarra í sjálfsævisögulegum skrifum sé að skrifa sig inn í hefð sem er mótuð af karlmönnum og festi sig þar og Susan Stanford Friedman að nærvera annarra í skrifum þaggaðra hópa t.d. kvenna sé mjög áberandii og kallar það hópsamsemd. Mér fannst þetta ansi fróðlegt að lesa ritgerðina enda þekkti ég Halldóru B. Björnsson og kynntist henni 1953 er við vorum saman á Heimsmóti æskunnar í Buckarest. Í dag byrjuðu Heyannir og Hundadagar svo eftilvill verður rigningartíð framundan. Það er sagt að flugvélar fari fullar af fólki á sólarströnd héðan frá Íslandi nú, en ég er ekki mikið fyrir sólböð vill heldur vera hér á landi og ferðast um landið. Gaman væri að fara einn hring helst á 4um dögum. Karl er slæmur í baki núna en vonandi nær hann sér fljótt. Júlían er að hjálpa systur sinni henni Móu og Arnari að pakka, hann er svo duglegur.